Fálkamynd sýnd á hátíð í Suður Kóreu 12. ágúst 2010 10:00 Mynd þeirra Arnar Marinós Arnarssonar og Þorkels Harðarsonar, Feathered Cocaine, hefur vakið mikla athygli erlendis frá. Fréttablaðið/getty „Ég fer út og vera viðstaddur fjórar sýningar en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Suður Kóreu og því mjög spenntur,“ segir Örn Marinó Arnarson kvikmyndargerðamaður. Mynd Arnar Marinós og Þorkells Harðarsonar, Feathered Cocaine hefur verið valin til sýninga á stórri kvikmyndahátíð í Seoul í Suður Kóreu. Hátíðin ber nafnið EIDF og var Feathered Cocaine valin úr hópi 536 kvikmynda til sýninga á hátíðinni. „Við sóttum í rauninni ekkert eftir að komast á hátíðina heldur höfðu aðstandendur hátíðarinnar samband við okkur,“ segir Örn Marinó en myndinni hefur átt góðu gengi að fagna út í hinum stóra heima og vakið meiri athygli en þeim félögunum hefði nokkurn tíma grunað. Hún var meðal annars sýnd á Tribecahátíðinni í New York og var hún sýnd fimm sinnum þar fyrir fullu húsi. Myndin er heimildamynd sem fjallar fálkasmygl og afleiðingar þess. Myndin tók hins vegar óvænta stefnu þegar aðalsöguhetja myndarinnar Alan Parrot fullyrti að Osama Bin Laden byggi í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda og væri mikil áhugamaður um fálka, það kemur fram í myndinni að fálkasala er ein helsta tekjulind Al Qaída samtakanna. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hafa þessar upplýsingar vakið mikil viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum. Landsmenn geta borið myndina augum í haust þegar hún verður frumsýnd í íslenskum bíóhúsum. „Við hlökkum mikið til að sýna myndina hér á landi enda er þá löngu og ströngu ferli lokið,“ segir Örn Marinó en alls tók vinnuferlið í kringum myndina sex ár. - áp Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég fer út og vera viðstaddur fjórar sýningar en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Suður Kóreu og því mjög spenntur,“ segir Örn Marinó Arnarson kvikmyndargerðamaður. Mynd Arnar Marinós og Þorkells Harðarsonar, Feathered Cocaine hefur verið valin til sýninga á stórri kvikmyndahátíð í Seoul í Suður Kóreu. Hátíðin ber nafnið EIDF og var Feathered Cocaine valin úr hópi 536 kvikmynda til sýninga á hátíðinni. „Við sóttum í rauninni ekkert eftir að komast á hátíðina heldur höfðu aðstandendur hátíðarinnar samband við okkur,“ segir Örn Marinó en myndinni hefur átt góðu gengi að fagna út í hinum stóra heima og vakið meiri athygli en þeim félögunum hefði nokkurn tíma grunað. Hún var meðal annars sýnd á Tribecahátíðinni í New York og var hún sýnd fimm sinnum þar fyrir fullu húsi. Myndin er heimildamynd sem fjallar fálkasmygl og afleiðingar þess. Myndin tók hins vegar óvænta stefnu þegar aðalsöguhetja myndarinnar Alan Parrot fullyrti að Osama Bin Laden byggi í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda og væri mikil áhugamaður um fálka, það kemur fram í myndinni að fálkasala er ein helsta tekjulind Al Qaída samtakanna. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hafa þessar upplýsingar vakið mikil viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum. Landsmenn geta borið myndina augum í haust þegar hún verður frumsýnd í íslenskum bíóhúsum. „Við hlökkum mikið til að sýna myndina hér á landi enda er þá löngu og ströngu ferli lokið,“ segir Örn Marinó en alls tók vinnuferlið í kringum myndina sex ár. - áp
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira