Matvælafalsanir algengari en neytendur átta sig á Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 19:56 Fölsuð matvæli fundust hér á landi í alþjóðlegum matvælaaðgerðum Europol og Interpol í desember og janúar síðastliðnum. Fjórar tegundir matvæla eru til rannsóknar en ekki fæst uppgefið um hvaða matvæli er að ræða fyrr en rannsókninni líkur. Í sameiginlegum aðgerðum Euro- og Interpol lögðu lögregla, matvælaeftirlit og tollayfirvöld hald á á þriðja þúsund tonn af fölsuðum matvælum og drykkjum í 47 löndum. Íslensk yfirvöld, tollstjóri og Matvælastofnun, tóku þátt í aðgerðunum sem fóru meðal annars fram í höfnum, mörkuðum og matvöruverslunum. Fram kemur á vef Interpol að á meðal eftirlíkinganna hafi verið fiskur, jarðarber, mozzarellaostur, þurrkuð matvæli og ólívuolía. Jóns R Viðarsson, sérfræðingur hjá Matís, segir að matvælafalsanir séu algengari en neytendur gera sér grein fyrir. „Þetta er í raun skipulögð glæpastarfsemi. Svo framarlega sem þú ert ekki að fá þá vöru sem þú telur þig vera að kaupa, ef hún passar til dæmis ekki við innihaldslýsingu, er hægt að segja að þetta sé fölsuð vara. Svo eru dæmi um það að menn eru að selja hættulega vöru eða ónýta,“ segir hann. Matís tekur þátt í nýlegu erópsku verkefni sem sér um að kanna svindl í matvælageiranum og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir slíkt. „Við höfum verið í verkefni þar sem við erum að DNA-greina fisk og athuga hvort hann passi við innihaldslýsinguna og það eru dæmi um svona svindl allstaðar að úr heiminum. Það var til dæmis rannsókn í Bretlandi sem sýndi fram á að 25% af þorski sem var seldur í smásölu var alls ekki þorskur,“ segir Jónas. Þetta er í fjórða sinn sem ráðist er í alþjóðlegar aðgerðir af þessu tagi en Jónas segir að ákveðin vitundarvakning hafi orðið í sambandi við matvælasvind undanfarin ár. Hann telur þó ekki algengt að matvælafalsanir komu upp á Íslandi, þó vissulega séu dæmi um það.„Ég geri ekki ráð fyrir að við séum eitthvað öðruvísi en aðrir hvað það varðar. Ef þetta yrði skoðað alveg ofan í kjölinn kæmi vafalaust ýmislegt í ljós“. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Fölsuð matvæli fundust hér á landi í alþjóðlegum matvælaaðgerðum Europol og Interpol í desember og janúar síðastliðnum. Fjórar tegundir matvæla eru til rannsóknar en ekki fæst uppgefið um hvaða matvæli er að ræða fyrr en rannsókninni líkur. Í sameiginlegum aðgerðum Euro- og Interpol lögðu lögregla, matvælaeftirlit og tollayfirvöld hald á á þriðja þúsund tonn af fölsuðum matvælum og drykkjum í 47 löndum. Íslensk yfirvöld, tollstjóri og Matvælastofnun, tóku þátt í aðgerðunum sem fóru meðal annars fram í höfnum, mörkuðum og matvöruverslunum. Fram kemur á vef Interpol að á meðal eftirlíkinganna hafi verið fiskur, jarðarber, mozzarellaostur, þurrkuð matvæli og ólívuolía. Jóns R Viðarsson, sérfræðingur hjá Matís, segir að matvælafalsanir séu algengari en neytendur gera sér grein fyrir. „Þetta er í raun skipulögð glæpastarfsemi. Svo framarlega sem þú ert ekki að fá þá vöru sem þú telur þig vera að kaupa, ef hún passar til dæmis ekki við innihaldslýsingu, er hægt að segja að þetta sé fölsuð vara. Svo eru dæmi um það að menn eru að selja hættulega vöru eða ónýta,“ segir hann. Matís tekur þátt í nýlegu erópsku verkefni sem sér um að kanna svindl í matvælageiranum og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir slíkt. „Við höfum verið í verkefni þar sem við erum að DNA-greina fisk og athuga hvort hann passi við innihaldslýsinguna og það eru dæmi um svona svindl allstaðar að úr heiminum. Það var til dæmis rannsókn í Bretlandi sem sýndi fram á að 25% af þorski sem var seldur í smásölu var alls ekki þorskur,“ segir Jónas. Þetta er í fjórða sinn sem ráðist er í alþjóðlegar aðgerðir af þessu tagi en Jónas segir að ákveðin vitundarvakning hafi orðið í sambandi við matvælasvind undanfarin ár. Hann telur þó ekki algengt að matvælafalsanir komu upp á Íslandi, þó vissulega séu dæmi um það.„Ég geri ekki ráð fyrir að við séum eitthvað öðruvísi en aðrir hvað það varðar. Ef þetta yrði skoðað alveg ofan í kjölinn kæmi vafalaust ýmislegt í ljós“.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira