Er allt í himnalagi? Karl Pétur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 21:04 Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Nesfréttir bárust okkur Seltirningum í morgun. Í blaðinu er löng grein eftir bæjarstjóra, þar sem hún óskar bæjarbúum gleðilegs sumars. Þrátt fyrir að bjart sé í verði þessa dagana er bæjarstjóra ekki sól í sinni. Henni misbýður að kjörnir fulltrúar og aðrir íbúar lýsi skoðunum sínum á fjármálum bæjarins. Hún segir efnislega að allt sé í stakasta lagi í fjármálum Seltjarnarness – ekkert að hjá okkur, falsfréttir, farið glöð inn í sumarið. Þó er það svo að lunginn af tíma bæjarráðs undanfarna mánuði hefur farið í að ræða fjárhagsstöðu bæjarins. Hún er ekki góð. Bærinn hefur blætt peningum og verið tap á rekstrinum nánast hvert einasta ár síðan 2014. Uppsafnaður halli A-hluta er um 630 milljónir króna á árabilinu 2015-2019. Hægt er að skoða það á meðfylgjandi töflu. Á sama tíma hefur verið ráðist í dýrar framkvæmdir á sviði íþrótta- og öldrunarmála. Góðar framkvæmdir að mörgu leyti, þótt spyrja megi hvort þær hafi verið nauðsynlegar. Afkoma Seltjarnarness, raunafkoma A-hluta 2015-2019 vinstra megin. Afkoma ef útsvar hefði verið í sömu prósentu og í Kópavogi hægra megin. Undanfarin misseri hefur bæjarráð, bæjarstjórn og stjórnendur bæjarins þurfa verja lunganum af tíma sínum í að staga í göt á fjárhagsáætlunum bæjarins. Á meðan gefst ekki tími til að ræða hvernig við byggjum upp betra samfélag á Seltjarnarnesi; bætum umhverfið og þróum þjónustu sem svarar kröfum tímans. Á meðan kjölfestu skortir í fjármálum, er ekki hægt að horfa fram á veginn og leggja drög að betra samfélagi hér á Nesinu. Og hvað áhrif þeirrar djúpu kreppu sem við siglum nú inn í varðar, þá erum við ennþá að skoða hluti sem gerðust áður en Covid-19 kom til sögunnar, þannig að ekki léttist róðurinn á næstunni. Nú er það þannig að samstarf innan bæjarstjórnar og bæjarráðs er afbragðsgott. Milli okkar sem erum kjörnir fulltrúar ríkir alla jafna traust og virðing og samstarf á milli okkar er ágætt. Það er verkefni okkar allra að takast á við 630 milljón króna uppsafnaðan halla og við tökum þeirri áskorun af þeirri virðingu og auðmýkt sem þarf. Það sorglega er að á meðan þessi halli myndaðist, stóð yfir mesta góðæri Íslandssögunnar. Það hefði verið fullkominn tími til að safna í sarpinn fyrir erfiðara tíma, sem nú eru skollnir á. Það kemur því talsvert á óvart að sjá bæjarstjóra skrifa grein til bæjarbúa þar sem hún lætur eins og ekkert sé. Að allt sé í himnalagi. Þetta er annað hvort dæmi um skort á auðmýkt eða ónóga raunveruleikatengingu. Hún veit manna best að engin fjárhagsáætlun sem hún hefur lagt fram síðustu sex ár hefur staðist. Hún veit að skammtímafjármögnun bæjarins er gerð með yfirdráttarláni. Hún veit líka að stefna flokks hennar um að Seltjarnarnes sé einhverskonar skattaparadís er gjaldþrota og veldur verulegri hættu á því að þjónustu við börn, eldri borgara, fatlaða, fólk með sérþarfir og þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika muni hraka. Í kjölfarið versnar líf okkar allra sem búum á Seltjarnarnesi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi fyrir Viðreisn/Neslistann
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun