Innlent

Slasaðist í fjórhjólaslysi

Karlmaður slasaðist og missti meðvitund í fjórhjólaslysi í Skorradal í gærkvöldi. Þar sem erfitt var að komast að slysstaðnum landleiðina var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fréttastofu er á þessari stundu hvorki kunnugt um tildrög slyssins né líðan mannsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×