Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur Guðmundsson er með tvo bolta á lofti sem þjálfari landsliðsins og Melsungen í Þýskalandi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
„Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira