Innlent

Davíð ekki fram á Suðurlandi

Davíð Oddson fer ekki fram í Suðurkjördæmi þrátt fyrir mikinn stuðning.
Davíð Oddson fer ekki fram í Suðurkjördæmi þrátt fyrir mikinn stuðning.

„Hann gaf okkur afsvar í morgun," segir Þorgils Torfi Jónsson spurður hvort Davíð Oddsson ætli fram í Suðurkjördæmi. Eftir að ljóst var að frumvarp um Seðlabanka Íslands yrði samþykkt var byrjað að undirbúa hugsanlegt framboð Davíðs í kjördæminu.

Undirskriftum var safnað og nöfn valinkunnra Sjálfstæðismanna send til Davíðs sem vott um stuðning við hann. Engu að síður ákvað Davíð að fara ekki fram í Suðurkjördæmi. Stuðningurinn var gríðarlegur að sögn Torfa.

„Hann sagðist þakklátur fyrir stuðninginn sem snart okkur að sjálfsögðu," segir Torfi en aðspurður hvort Davíð hyggi á framboð í öðru kjördæmi, segist Torfi ekki vita til þess. Framboðsfrestur í Reykjavíkurkjördæmin er útrunninn en hann bauð sig þar fram áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×