Innlent

Sumarbústaðamorð tekið fyrir í dag

Mál fjögurra Litháa sem eru ákærður fyrir að hafa annarsvegar myrt mann í sumarbústað, og svo að hafa ekki komið honum til hjálpar, verður tekið fyrir í dag. Mynd tengist fréttinni ekki beint
Mál fjögurra Litháa sem eru ákærður fyrir að hafa annarsvegar myrt mann í sumarbústað, og svo að hafa ekki komið honum til hjálpar, verður tekið fyrir í dag. Mynd tengist fréttinni ekki beint

Mál fjögurra Litháa sem hafa verið ákærðir fyrir að verða manni að bana í sumarbústaðahverfi í Grímsnesi í október á síðasta ári, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hinir ákærður, ákváðu að bíða með að taka afstöðu til sakarefnisins þangað til í dag en málið var þingfest í síðustu viku.

Sá sem á stærstan þátt í árásinni var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa slegið fórnalambið hnefahöggi í höfuðið, svo hann féll á gólfið. Þá á hann að hafa ýtt manninum af stól og síðan ítrekað sparkað og stigið á höfuð hans. Árásin varð manninum að bana.

Hinir þírir eru ákærðir fyrir að hafa ekki komið fórnalambinu undir læknishendur. Sá yngsti sem er ákærður fyrir að hafa ekkert að gert, var átján ára gamall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×