Innlent

Jón Kjartansson með 65 tonn á tímann

Frá Eskifirði.
Frá Eskifirði. MYND/Fjardabyggd.is
Fjölveiðiskipið Jón Kjartansson frá Eskifirði fékk um það bil 65 tonn af kolmunna á klukkustund á miðunum vestur af Írlandi nú í vikunni. Farmurinn, sem er 2.370 tonn, fékkst í aðeins sex hölum og segir á bloggsíðu skipverja að samtals hafi veiðarfærin verið í aðeins 36 klukkustundir í sjó. Löng sigling er hins vegar af miðunum og er Jón Kjartansson væntanlegur til Eskifjarðar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×