Skrifar barsmíðar sem kærastinn varð fyrir á reikning feðraveldisins Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2016 13:41 María Lilja Þrastardóttir deilir dramatískri stöðufærslu unnusta síns, tónlistarmannsins Orra Páls Dýrasonar, og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að virðingarvert sé af hans hálfu að tjá sig um ofbeldi sem hann varð fyrir. Þá umræðu beri að opna. María Lilja segir unnusta sinn fórnarlamb feðraveldisins, með óbeinum hætti. Slagsmál tilheyra menningarheimi karla.Var ölvaður og örvinglaður þegar hann tjáði sig Orri Páll hefur nokkur orð um færslur sem hann hefur verið að setja á Facebook að undanförnu og hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hann hefur sýnt myndir af sér á Facebook þar sem nef hans er úr lagi gengið, hann marinn í andliti en greint hefur verið frá því, í nokkuð misvísandi fréttum á netmiðlum svo sem Séð og heyrt sem síðar fjarlægði þá frétt, að sjónvarps- og tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hafi slegið Orra Pál. Færslurnar virtust skrifaðar í nokkru uppnámi og einmitt að því víkur Orri í færslu sinni, þeirri sem María Lilja dreifir. „Góðan daginn. Ég vil byrja á því að segja öllum þeim sem héldu kannski að ég hefði mögulega verið í annarlegu ástandi þegar ég setti inn síðustu færslur að þau höfðu öll rétt fyrir sér. Ég var ölvaður og örvilnaður. Ég mæli samt með því að fólk tali um það án skammar þegar á því er brotið og hvaða vettvangur er betur til þess fallinn en facebook til að tjá sig um andlitsáverka. Ég hefði aldrei farið öðrívísi að þessu. Mér líður mun betur. Hvorki vottur af ölvun né örvilnun. Ást og friður til allra og megi reykingafólk eiga eld.“Líkamlegt ofbeldi hluti menningarheims karla María Lilja segir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál. Það viti allir sem hana þekkja og hún standi aldrei með ofbeldi, sama hverjar kringumstæður/aðstæður liggja að baki. „Ég er stolt af Orra fyrir að hafa opnað á þessa umræðu, enda er líkamlegt ofbeldi líkt og hann varð fyrir stór vandi sem snýr að menningarheimi karla (feðraveldi?). Ég vona að hægt verði að ræða þessi mál framvegis, skammarlaust. Sjálf hefði ég kosið að slík opinberun hefði farið fram fjarri ölvun og annarlegu ástandi, en það er ekki mitt að ákveða hvernig fólk kýs að tjá sig undir þessum kringumstæðum.“ María Lilja segir líka virðingarvert að viðurkenna að svo hafi verið í pottinn búið svo hægt sé að takast á við það vandamál á öðrum vettvangi. „Vikulega verður fjöldi karla fyrir líkamsárásum fullir/ófullir (skiptir ekki máli) og vona ég að þetta innlegg verði til þess að opna á samtal um hvað veldur því svo við sem samfélag getum tekið á þeim vanda. Það er ekkert sem réttlætir ofbeldi, það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að fyllast vanmáttarkennd og örvinglan í kjölfar árásar.“Mér þykir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál og það vita allir sem mig þekkja að ég stend aldrei með...Posted by María Lilja Þrastardóttir on 4. mars 2016 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir deilir dramatískri stöðufærslu unnusta síns, tónlistarmannsins Orra Páls Dýrasonar, og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að virðingarvert sé af hans hálfu að tjá sig um ofbeldi sem hann varð fyrir. Þá umræðu beri að opna. María Lilja segir unnusta sinn fórnarlamb feðraveldisins, með óbeinum hætti. Slagsmál tilheyra menningarheimi karla.Var ölvaður og örvinglaður þegar hann tjáði sig Orri Páll hefur nokkur orð um færslur sem hann hefur verið að setja á Facebook að undanförnu og hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hann hefur sýnt myndir af sér á Facebook þar sem nef hans er úr lagi gengið, hann marinn í andliti en greint hefur verið frá því, í nokkuð misvísandi fréttum á netmiðlum svo sem Séð og heyrt sem síðar fjarlægði þá frétt, að sjónvarps- og tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hafi slegið Orra Pál. Færslurnar virtust skrifaðar í nokkru uppnámi og einmitt að því víkur Orri í færslu sinni, þeirri sem María Lilja dreifir. „Góðan daginn. Ég vil byrja á því að segja öllum þeim sem héldu kannski að ég hefði mögulega verið í annarlegu ástandi þegar ég setti inn síðustu færslur að þau höfðu öll rétt fyrir sér. Ég var ölvaður og örvilnaður. Ég mæli samt með því að fólk tali um það án skammar þegar á því er brotið og hvaða vettvangur er betur til þess fallinn en facebook til að tjá sig um andlitsáverka. Ég hefði aldrei farið öðrívísi að þessu. Mér líður mun betur. Hvorki vottur af ölvun né örvilnun. Ást og friður til allra og megi reykingafólk eiga eld.“Líkamlegt ofbeldi hluti menningarheims karla María Lilja segir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál. Það viti allir sem hana þekkja og hún standi aldrei með ofbeldi, sama hverjar kringumstæður/aðstæður liggja að baki. „Ég er stolt af Orra fyrir að hafa opnað á þessa umræðu, enda er líkamlegt ofbeldi líkt og hann varð fyrir stór vandi sem snýr að menningarheimi karla (feðraveldi?). Ég vona að hægt verði að ræða þessi mál framvegis, skammarlaust. Sjálf hefði ég kosið að slík opinberun hefði farið fram fjarri ölvun og annarlegu ástandi, en það er ekki mitt að ákveða hvernig fólk kýs að tjá sig undir þessum kringumstæðum.“ María Lilja segir líka virðingarvert að viðurkenna að svo hafi verið í pottinn búið svo hægt sé að takast á við það vandamál á öðrum vettvangi. „Vikulega verður fjöldi karla fyrir líkamsárásum fullir/ófullir (skiptir ekki máli) og vona ég að þetta innlegg verði til þess að opna á samtal um hvað veldur því svo við sem samfélag getum tekið á þeim vanda. Það er ekkert sem réttlætir ofbeldi, það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að fyllast vanmáttarkennd og örvinglan í kjölfar árásar.“Mér þykir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál og það vita allir sem mig þekkja að ég stend aldrei með...Posted by María Lilja Þrastardóttir on 4. mars 2016
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira