Skrifar barsmíðar sem kærastinn varð fyrir á reikning feðraveldisins Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2016 13:41 María Lilja Þrastardóttir deilir dramatískri stöðufærslu unnusta síns, tónlistarmannsins Orra Páls Dýrasonar, og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að virðingarvert sé af hans hálfu að tjá sig um ofbeldi sem hann varð fyrir. Þá umræðu beri að opna. María Lilja segir unnusta sinn fórnarlamb feðraveldisins, með óbeinum hætti. Slagsmál tilheyra menningarheimi karla.Var ölvaður og örvinglaður þegar hann tjáði sig Orri Páll hefur nokkur orð um færslur sem hann hefur verið að setja á Facebook að undanförnu og hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hann hefur sýnt myndir af sér á Facebook þar sem nef hans er úr lagi gengið, hann marinn í andliti en greint hefur verið frá því, í nokkuð misvísandi fréttum á netmiðlum svo sem Séð og heyrt sem síðar fjarlægði þá frétt, að sjónvarps- og tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hafi slegið Orra Pál. Færslurnar virtust skrifaðar í nokkru uppnámi og einmitt að því víkur Orri í færslu sinni, þeirri sem María Lilja dreifir. „Góðan daginn. Ég vil byrja á því að segja öllum þeim sem héldu kannski að ég hefði mögulega verið í annarlegu ástandi þegar ég setti inn síðustu færslur að þau höfðu öll rétt fyrir sér. Ég var ölvaður og örvilnaður. Ég mæli samt með því að fólk tali um það án skammar þegar á því er brotið og hvaða vettvangur er betur til þess fallinn en facebook til að tjá sig um andlitsáverka. Ég hefði aldrei farið öðrívísi að þessu. Mér líður mun betur. Hvorki vottur af ölvun né örvilnun. Ást og friður til allra og megi reykingafólk eiga eld.“Líkamlegt ofbeldi hluti menningarheims karla María Lilja segir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál. Það viti allir sem hana þekkja og hún standi aldrei með ofbeldi, sama hverjar kringumstæður/aðstæður liggja að baki. „Ég er stolt af Orra fyrir að hafa opnað á þessa umræðu, enda er líkamlegt ofbeldi líkt og hann varð fyrir stór vandi sem snýr að menningarheimi karla (feðraveldi?). Ég vona að hægt verði að ræða þessi mál framvegis, skammarlaust. Sjálf hefði ég kosið að slík opinberun hefði farið fram fjarri ölvun og annarlegu ástandi, en það er ekki mitt að ákveða hvernig fólk kýs að tjá sig undir þessum kringumstæðum.“ María Lilja segir líka virðingarvert að viðurkenna að svo hafi verið í pottinn búið svo hægt sé að takast á við það vandamál á öðrum vettvangi. „Vikulega verður fjöldi karla fyrir líkamsárásum fullir/ófullir (skiptir ekki máli) og vona ég að þetta innlegg verði til þess að opna á samtal um hvað veldur því svo við sem samfélag getum tekið á þeim vanda. Það er ekkert sem réttlætir ofbeldi, það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að fyllast vanmáttarkennd og örvinglan í kjölfar árásar.“Mér þykir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál og það vita allir sem mig þekkja að ég stend aldrei með...Posted by María Lilja Þrastardóttir on 4. mars 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir deilir dramatískri stöðufærslu unnusta síns, tónlistarmannsins Orra Páls Dýrasonar, og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að virðingarvert sé af hans hálfu að tjá sig um ofbeldi sem hann varð fyrir. Þá umræðu beri að opna. María Lilja segir unnusta sinn fórnarlamb feðraveldisins, með óbeinum hætti. Slagsmál tilheyra menningarheimi karla.Var ölvaður og örvinglaður þegar hann tjáði sig Orri Páll hefur nokkur orð um færslur sem hann hefur verið að setja á Facebook að undanförnu og hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hann hefur sýnt myndir af sér á Facebook þar sem nef hans er úr lagi gengið, hann marinn í andliti en greint hefur verið frá því, í nokkuð misvísandi fréttum á netmiðlum svo sem Séð og heyrt sem síðar fjarlægði þá frétt, að sjónvarps- og tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hafi slegið Orra Pál. Færslurnar virtust skrifaðar í nokkru uppnámi og einmitt að því víkur Orri í færslu sinni, þeirri sem María Lilja dreifir. „Góðan daginn. Ég vil byrja á því að segja öllum þeim sem héldu kannski að ég hefði mögulega verið í annarlegu ástandi þegar ég setti inn síðustu færslur að þau höfðu öll rétt fyrir sér. Ég var ölvaður og örvilnaður. Ég mæli samt með því að fólk tali um það án skammar þegar á því er brotið og hvaða vettvangur er betur til þess fallinn en facebook til að tjá sig um andlitsáverka. Ég hefði aldrei farið öðrívísi að þessu. Mér líður mun betur. Hvorki vottur af ölvun né örvilnun. Ást og friður til allra og megi reykingafólk eiga eld.“Líkamlegt ofbeldi hluti menningarheims karla María Lilja segir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál. Það viti allir sem hana þekkja og hún standi aldrei með ofbeldi, sama hverjar kringumstæður/aðstæður liggja að baki. „Ég er stolt af Orra fyrir að hafa opnað á þessa umræðu, enda er líkamlegt ofbeldi líkt og hann varð fyrir stór vandi sem snýr að menningarheimi karla (feðraveldi?). Ég vona að hægt verði að ræða þessi mál framvegis, skammarlaust. Sjálf hefði ég kosið að slík opinberun hefði farið fram fjarri ölvun og annarlegu ástandi, en það er ekki mitt að ákveða hvernig fólk kýs að tjá sig undir þessum kringumstæðum.“ María Lilja segir líka virðingarvert að viðurkenna að svo hafi verið í pottinn búið svo hægt sé að takast á við það vandamál á öðrum vettvangi. „Vikulega verður fjöldi karla fyrir líkamsárásum fullir/ófullir (skiptir ekki máli) og vona ég að þetta innlegg verði til þess að opna á samtal um hvað veldur því svo við sem samfélag getum tekið á þeim vanda. Það er ekkert sem réttlætir ofbeldi, það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að fyllast vanmáttarkennd og örvinglan í kjölfar árásar.“Mér þykir virðingarvert að tjá sig opinberlega um erfið mál og það vita allir sem mig þekkja að ég stend aldrei með...Posted by María Lilja Þrastardóttir on 4. mars 2016
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira