Hvað er barnið þitt að gera í tölvunni? 6. mars 2007 06:00 Internetið er frábært! Maður getur nýtt sér það til margskonar fróðleiks, spjallað við fólk, leikið sér, hlustað á útvarp, horft á sjónvarp og svo mætti lengi telja. Það má segja að Internetið sé í raun spegill þess sem gerist í heiminum og meira til. En eins og við vitum þá gerast bæði góðir og slæmir hlutir í heiminum og þeir geta endurspeglast á Internetinu. Þess vegna verðum við að vera vakandi fyrir þeim hættum sem leynast þarna úti. Sérstaklega þurfa foreldrar að vera á verði því óæskilegt efni leynist víða. Á íslenskum netsíðum sem oft eru vinsælar meðal unglinga er mjög oft óæskilegt efni sem er, bæði klámfengið og ofbeldisfullt. Það er sannarlega bannað að hýsa klámfengið efni á íslenskum netsíðum en ekki er að mér vitandi bannað að vísa í klámfengið efni. Fyrir nokkru fylgdist ég með ónefndri íslenskri netsíðu í vikutíma og var þá 32% af efninu ekki ætlað börnum og megnið af því efni var klámfengið. Tiltölulega einfalt var að fá aðgang að þessu efni það nægði að smella á einn hnapp til að fá aðgang. Internetið hefur þann kost að þar getur maður notið algjörrar nafnleyndar og komið skoðunum sínum á framfæri. Með það í huga sjáum við í hendi okkar að það er mjög auðvelt að villa á sér heimildir og hafa fréttir að undanförnu sýnt fram á að fullorðnir karlmenn hafa komið sér í samband við unglingsstúlkur undir fölskum formerkjum og þóst vera aðrir en þeir eru í raun. Hafa þeir jafnvel sýnt kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavélar. Fréttir undanfarið hafa einnig sagt frá unglingum sem hafa umturnast og gengið berserksgang þannig að þurft hefur að kalla til lögreglu þegar foreldar þeirra hafa gripið til þess ráðs að slökkva á, eða segja upp Internettengingu heimilisins. Hafa þessir unglingar verið að spila netleiki í óhóflegu magni. Margir foreldar eru ekki með tærnar þar sem börn þeirra eru með hælana í þekkingu á tölvum og Internetinu og eiga ekki gott með, eða gefa sér ekki tíma til að setja sig inn í þessi mál. Hvað geta foreldar gert í þessu? Eitt gæti verið að gefa börnum ekki kost á því að nota tölvur og Internetið en ég tel það ekki æskilegan kost vegna alls hins góða og fróðlega sem finna má á Internetinu og tölvan getur verið hentugt tæki til náms, vinnu og afþreyingar. Besta leiðin sem ég sé í stöðunni er að hafa tölvurnar í sameiginlegu fjölskyldurými þar sem auðvelt er að fylgjast með hvað barnið eða unglingurinn er að gera. Með þessari aðferð má sannarlega nota skömmtun á tíma og nota aðgang að tölvunni sem umbun. Eins er góð aðferð að gefa börnunum séraðgang að heimilistölvunni og foreldarnir hafi lykilorðið inn á aðgang þess. Vilji foreldar fræðast meira um Internetið væri sterkur leikur hjá þeim að fá börnin sín til þess að sýna þeim Internetið og þannig geta þau komist betur inn í heim barnanna. Ég hvet því alla foreldar til hefjast handa í þessum málum strax í dag og best er að byrja þegar börnin eru ung að árum og eru að stíga sín fyrstu notendaskref við tölvuna. Ekki er síst mikilvægt að allt þetta verði gert í samráði við ungmennið og það fái að vera með í ráðum þegar reglur um tölvunotkun eru settar. Í lokin vil ég nefna að samtökin Heimili og skóli hafa verið að vinna í þessum efnum í SAFT verkefninu á vefslóðinni http://www.saft.is Höfundur er útskriftarnemi í tómstunda- og félagsmálafræðum við Kennaraháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Internetið er frábært! Maður getur nýtt sér það til margskonar fróðleiks, spjallað við fólk, leikið sér, hlustað á útvarp, horft á sjónvarp og svo mætti lengi telja. Það má segja að Internetið sé í raun spegill þess sem gerist í heiminum og meira til. En eins og við vitum þá gerast bæði góðir og slæmir hlutir í heiminum og þeir geta endurspeglast á Internetinu. Þess vegna verðum við að vera vakandi fyrir þeim hættum sem leynast þarna úti. Sérstaklega þurfa foreldrar að vera á verði því óæskilegt efni leynist víða. Á íslenskum netsíðum sem oft eru vinsælar meðal unglinga er mjög oft óæskilegt efni sem er, bæði klámfengið og ofbeldisfullt. Það er sannarlega bannað að hýsa klámfengið efni á íslenskum netsíðum en ekki er að mér vitandi bannað að vísa í klámfengið efni. Fyrir nokkru fylgdist ég með ónefndri íslenskri netsíðu í vikutíma og var þá 32% af efninu ekki ætlað börnum og megnið af því efni var klámfengið. Tiltölulega einfalt var að fá aðgang að þessu efni það nægði að smella á einn hnapp til að fá aðgang. Internetið hefur þann kost að þar getur maður notið algjörrar nafnleyndar og komið skoðunum sínum á framfæri. Með það í huga sjáum við í hendi okkar að það er mjög auðvelt að villa á sér heimildir og hafa fréttir að undanförnu sýnt fram á að fullorðnir karlmenn hafa komið sér í samband við unglingsstúlkur undir fölskum formerkjum og þóst vera aðrir en þeir eru í raun. Hafa þeir jafnvel sýnt kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavélar. Fréttir undanfarið hafa einnig sagt frá unglingum sem hafa umturnast og gengið berserksgang þannig að þurft hefur að kalla til lögreglu þegar foreldar þeirra hafa gripið til þess ráðs að slökkva á, eða segja upp Internettengingu heimilisins. Hafa þessir unglingar verið að spila netleiki í óhóflegu magni. Margir foreldar eru ekki með tærnar þar sem börn þeirra eru með hælana í þekkingu á tölvum og Internetinu og eiga ekki gott með, eða gefa sér ekki tíma til að setja sig inn í þessi mál. Hvað geta foreldar gert í þessu? Eitt gæti verið að gefa börnum ekki kost á því að nota tölvur og Internetið en ég tel það ekki æskilegan kost vegna alls hins góða og fróðlega sem finna má á Internetinu og tölvan getur verið hentugt tæki til náms, vinnu og afþreyingar. Besta leiðin sem ég sé í stöðunni er að hafa tölvurnar í sameiginlegu fjölskyldurými þar sem auðvelt er að fylgjast með hvað barnið eða unglingurinn er að gera. Með þessari aðferð má sannarlega nota skömmtun á tíma og nota aðgang að tölvunni sem umbun. Eins er góð aðferð að gefa börnunum séraðgang að heimilistölvunni og foreldarnir hafi lykilorðið inn á aðgang þess. Vilji foreldar fræðast meira um Internetið væri sterkur leikur hjá þeim að fá börnin sín til þess að sýna þeim Internetið og þannig geta þau komist betur inn í heim barnanna. Ég hvet því alla foreldar til hefjast handa í þessum málum strax í dag og best er að byrja þegar börnin eru ung að árum og eru að stíga sín fyrstu notendaskref við tölvuna. Ekki er síst mikilvægt að allt þetta verði gert í samráði við ungmennið og það fái að vera með í ráðum þegar reglur um tölvunotkun eru settar. Í lokin vil ég nefna að samtökin Heimili og skóli hafa verið að vinna í þessum efnum í SAFT verkefninu á vefslóðinni http://www.saft.is Höfundur er útskriftarnemi í tómstunda- og félagsmálafræðum við Kennaraháskóla Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun