Lífið

Sökuð um dópneyslu á meðgöngu

Anna Nicole á árum áður Playboy-stjarnan hefur átt stormasamt líf, en það er vart á við storminn sem geisar nú.
Anna Nicole á árum áður Playboy-stjarnan hefur átt stormasamt líf, en það er vart á við storminn sem geisar nú.

Fjölmiðlastormurinn í kringum Önnu Nicole Smith hefur geisað linnulaust í tvo mánuði, eða frá því að sonur hennar, Daniel Smith lést á grunsamlegan hátt aðeins þremur dögum eftir að Önnu fæddist dóttirin Dannie Lynn. Þeir Howard K. Stern, núverandi kærasti Önnu, og Larry Birkhead, fyrrverandi kærasti hennar, segjast báðir vera feður stúlkunnar.

Fráfall Daniels hefur eins og gefur að skilja tekið mjög á Önnu Nicole, og hafa aðstandendur fyrrverandi Playboy-stúlkunnar áhyggjur af heilsu hennar, en hún gekkst undir aðgerð vegna samanfallins lunga fyrir skömmu og er nú komin aftur á sjúkrahús vegna lungnabólgu.

Óljóst faðerni DannieLynn tekur líka sinn toll, en á dögunum gaf kona að nafni Laurie Payne sig fram og sagðist hafa orðið vitni að því þegar Anna Nicole neytti eiturlyfja á meðgöngunni, sömu lyfja og fundust í líkama Daniels eftir dauða hans. Draumar Önnu um að hafa ein forræði yfir DannieLynn virðast því ekki munu rætast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.