Sport

Makalele hættur með landsliðinu

Claude Makalele, félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, hefur tilkynnt að hann hafi lokið keppni endanlega með franska landsliðinu. Hann segir lítinn tilgang í því að gefa áfram kost á sér í liðið því hann sé greinilega ekki inni í myndinni hjá hinum nýja landsliðsþjálfara Frakka, Raymond Domenech. Þessi sterki miðjumaður, sem er 31 árs gamall, er því enn einn leikmaðurinn sem hættir að spila með franska landsliðinu og þar eru greinilega að verða kynslóðaskipti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×