Aðför mennta- og menningar- málaráðuneytis að heilsu og velferð íslenskra ungmenna Erlingur Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2015 11:00 Í kjölfar styttingar framhaldsskólans í þrjú ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt til róttækar breytingar á umfangi námsgreina í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að umfang flestra námsgreina muni minnka um 15 til 20 prósent í kjölfar styttingar námstímans. Frá þessu er þó sú undantekning að umfang námsgreinarinnar „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ minnkar um 65%. Framhaldsskólaeiningar í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ voru átta í gamla kerfinu og síðar þrettán einingar þegar annað einingakerfi var tekið í notkun árið 2008. Í þessum tillögum er lagt til að einingar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ verði að lágmarki fjórar og hámarki sex. Í fjögurra ára framhaldsskólakerfinu fengu nemendur að jafnaði tvær kennslustundir á viku í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Í nýjum tillögum ráðuneytisins er lagt til að framhaldsskólarnir geti skipulagt þessar sex einingar í námsgreininni þannig að nemendur fái eina kennslustund á viku í sex annir. Kennslustundum fækkar enn frekar í námsgreininni ef skólastjórnendur velja að hafa fjórar námseiningar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Framhaldsskólarnir geta sem sagt með þessu fyrirkomulagi haft alla kennslu í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á þremur eða fjórum önnum. Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi hefur framhaldsskólanám í marga áratugi verið þriggja ára nám og í aðalnámskrá framhaldsskóla þar kemur skýrt fram að lögbundið sé að nemendur fái tvær kennslustundir í námsgreininni á viku öll þrjú árin í framhaldsskóla. Mennta- og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa einnig lýst því yfir að þau vilji fjölga kennslustundum í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á komandi árum. Þessi afstaða er mjög skiljanleg þar sem tveir tímar í heilsurækt á viku fyrir þennan aldurshóp verður að teljast algjört lágmark út frá lýðheilsusjónarmiðum, en í ráðleggingum Embættis landlæknis er lagt til að framhaldsskólanemar hreyfi sig að minnsta kosti í 60 mínútur daglega.Óráðlegt og óskiljanlegt Það verður að teljast mjög óráðlegt og í raun óskiljanlegt að mennta- og menningarálaráðuneytið leggi til að fækka kenndum stundum í þessari námsgrein umfram aðrar greinar í kjölfar styttingar náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar breytingar eru í hrópandi andstöðu við þá þróun sem boðuð hefur verið í menntamálum undanfarin ár þar sem heilbrigði og velferð eru mikilvægar stoðir. Í þessu samhengi er skólakerfið mikilvægur vettvangur til að fylgja eftir þessum markmiðum og stuðla að jákvæðari þróun. Þessar tillögur eru einnig mjög á skjön við niðurstöður rannsókna á heilsu, hreyfihegðun og velferð íslenskra framhaldsskólanema. Í nýlegri íslenskri rannsókn sem framkvæmd var 2011 af vísindamönnum og framhaldsnemum á Menntavísindasviði HÍ var þróun og breytingar á hreyfivirkni íslenskra ungmenna skoðuð á átta ára tímabili. Í rannsókninni var hreyfing níu ára barna og fimmtán ára unglinga fyrst skoðuð 2003 og sömu einstaklingar voru svo mældir aftur þegar yngri hópurinn var 17 ára og sá eldri 23 ára. Á þessu átta ára tímabili minnkaði hreyfing beggja aldurshópa um 60%. Þessar rannsóknarniðurstöður eru mjög sambærilegar við aðrar alþjóðarannsóknir sem sýna að hreyfivirkni ungmenna minnkar um u.þ.b. 7% á hverju aldursári. Samfara þessu eykst kyrrseta ungmenna mikið. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein kemur fram að eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á framhaldsskólaaldri uppfyllir ráðleggingar um daglega hreyfingu. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tækifæri framhaldsskólanema til hreyfingar og heilsuræktar. Að lokum skora ég á menntamálaráðherra og samstarfsfólk hans að endurskoða þessar tillögur og setja fram nýjar sem byggja á þeim veruleika sem ungt fólk lifir við í nútíma þjóðfélagi. Sennilega er enn mikilvægara nú en áður að standa vörð um heilsu og velferð íslenskra ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar styttingar framhaldsskólans í þrjú ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt til róttækar breytingar á umfangi námsgreina í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að umfang flestra námsgreina muni minnka um 15 til 20 prósent í kjölfar styttingar námstímans. Frá þessu er þó sú undantekning að umfang námsgreinarinnar „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ minnkar um 65%. Framhaldsskólaeiningar í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ voru átta í gamla kerfinu og síðar þrettán einingar þegar annað einingakerfi var tekið í notkun árið 2008. Í þessum tillögum er lagt til að einingar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ verði að lágmarki fjórar og hámarki sex. Í fjögurra ára framhaldsskólakerfinu fengu nemendur að jafnaði tvær kennslustundir á viku í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Í nýjum tillögum ráðuneytisins er lagt til að framhaldsskólarnir geti skipulagt þessar sex einingar í námsgreininni þannig að nemendur fái eina kennslustund á viku í sex annir. Kennslustundum fækkar enn frekar í námsgreininni ef skólastjórnendur velja að hafa fjórar námseiningar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Framhaldsskólarnir geta sem sagt með þessu fyrirkomulagi haft alla kennslu í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á þremur eða fjórum önnum. Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi hefur framhaldsskólanám í marga áratugi verið þriggja ára nám og í aðalnámskrá framhaldsskóla þar kemur skýrt fram að lögbundið sé að nemendur fái tvær kennslustundir í námsgreininni á viku öll þrjú árin í framhaldsskóla. Mennta- og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa einnig lýst því yfir að þau vilji fjölga kennslustundum í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á komandi árum. Þessi afstaða er mjög skiljanleg þar sem tveir tímar í heilsurækt á viku fyrir þennan aldurshóp verður að teljast algjört lágmark út frá lýðheilsusjónarmiðum, en í ráðleggingum Embættis landlæknis er lagt til að framhaldsskólanemar hreyfi sig að minnsta kosti í 60 mínútur daglega.Óráðlegt og óskiljanlegt Það verður að teljast mjög óráðlegt og í raun óskiljanlegt að mennta- og menningarálaráðuneytið leggi til að fækka kenndum stundum í þessari námsgrein umfram aðrar greinar í kjölfar styttingar náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar breytingar eru í hrópandi andstöðu við þá þróun sem boðuð hefur verið í menntamálum undanfarin ár þar sem heilbrigði og velferð eru mikilvægar stoðir. Í þessu samhengi er skólakerfið mikilvægur vettvangur til að fylgja eftir þessum markmiðum og stuðla að jákvæðari þróun. Þessar tillögur eru einnig mjög á skjön við niðurstöður rannsókna á heilsu, hreyfihegðun og velferð íslenskra framhaldsskólanema. Í nýlegri íslenskri rannsókn sem framkvæmd var 2011 af vísindamönnum og framhaldsnemum á Menntavísindasviði HÍ var þróun og breytingar á hreyfivirkni íslenskra ungmenna skoðuð á átta ára tímabili. Í rannsókninni var hreyfing níu ára barna og fimmtán ára unglinga fyrst skoðuð 2003 og sömu einstaklingar voru svo mældir aftur þegar yngri hópurinn var 17 ára og sá eldri 23 ára. Á þessu átta ára tímabili minnkaði hreyfing beggja aldurshópa um 60%. Þessar rannsóknarniðurstöður eru mjög sambærilegar við aðrar alþjóðarannsóknir sem sýna að hreyfivirkni ungmenna minnkar um u.þ.b. 7% á hverju aldursári. Samfara þessu eykst kyrrseta ungmenna mikið. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein kemur fram að eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á framhaldsskólaaldri uppfyllir ráðleggingar um daglega hreyfingu. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tækifæri framhaldsskólanema til hreyfingar og heilsuræktar. Að lokum skora ég á menntamálaráðherra og samstarfsfólk hans að endurskoða þessar tillögur og setja fram nýjar sem byggja á þeim veruleika sem ungt fólk lifir við í nútíma þjóðfélagi. Sennilega er enn mikilvægara nú en áður að standa vörð um heilsu og velferð íslenskra ungmenna.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar