Innlent

Þrír gistu fangageymslur á Selfossi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Lögregla við eftirlit.
Lögregla við eftirlit. Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson
Talsvert var um ölvun og óspektir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Lögregla þurfti meðal annars að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála og drykkjuláta á Flúðum og Úthlíð.

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur, en alls gistu þrír fangageymslur.

Mikil umferð var milli Hveragerðis og Selfoss í gær, en að sögn lögreglu fór umferðin að róast milli klukkan sjö og átta í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×