Innlent

Birkir J. Jónsson: Alvarlegt fyrir þjóðarbúið

Birkir J. Jónsson.
Birkir J. Jónsson.

„Það hefur nú komið á daginn að það er bein tenging á milli áætlunar AGS og Icesave eins og við í stjórnarandstöðu höfum haldið fram," segir Birkir J. Jónsson.

Hann segir forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa neitað þessu og haldið því fram að Icesave sé eyland og sé hvorki háð ESB né AGS.

„Þessi seinkun er alvarleg fyrir íslenskt þjóðarbú og sérstaklega með tilliti til gengis íslensku krónunnar. Síðan finnst mér þessi viðbrögð Norðurlandanna ekki bera mikinn vott um vinarþel á erfiðum tímum," segir Birkir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×