Innlent

Bjarni Benediktsson: Icesave stærstu mistökin

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

„Stærstu mistökin voru að skrifa undir Icesave-samninginn vegna þeirra galla sem á honum eru. Miklu betra hefði verið að hafa deiluna opna og samninginn óundirritaðan," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um frestun AGS á endurskoðuninni.

„Við megum síst af öllu beygja okkur undir einhverja afarkosti þrátt fyrir að við glímum við tímabundna erfiðleika," segir Bjarni. Áhrifin á atvinnulífið eru ekki gríðarleg, að mati Bjarna. Segir hann hins vegar bagalegt ef frestunin tefði endurfjármögnun bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×