Sport

Chelsea að stinga af

Chelsea er að stinga af í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið er komið með tíu stiga forystu á toppnum. Chelsea vann Tottenham 2-0 á útivelli í gær. Frank Lampard skoraði bæði mörkin, hið síðara eftir frábæran undirbúning Eiðs Smára Guðjohnsen sem kom inn á sem varamaður um miðjan síðari hálfleik. Arsenal tapaði 1-0 fyrir Bolton á útivelli en Manchester United lagði Liverpool að velli, 1-0, á Anfield með marki Waynes Rooneys. Chelsea er með 58 stig, Arsenal með 48 og Manchester United 47.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×