Sport

Varar Chelsea við bjartsýni

Roy Keane, fyrirliði Manchester United, hefur varað leikmenn Chelsea við of mikilli bjartsýni, þó svo að þeir hafi náð tíu stiga forskoti í deildinni. Hann segir United-liðið ætla að berjast til síðasta blóðdropa í titilslagnum. "Við munum berjast til síðasta manns - við erum Manchester United," sagði fyrirliðinn írski, en lið hans er ósigrað í síðustu tólf leikjum og hefur haldið hreinu í sjö leikjum í röð, sem er félagsmet. "Það var mjög gott að ná að sigra á Anfield, það tryggir að við erum enn með í baráttunni," sagði Keane eftir að United lagði Liverpool í þriðja skiptið í röð á Anfield um helgina og sækir nú fast á hæla Arsenal sem er í öðru sæti í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×