Sport

Maruyama með eins höggs forystu

Japaninn Shigeki Maruyama er enn með eins höggs forystu á Sony-mótinu í golfi í bandarísku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Maruyama fór holu í höggi á fjórðu par þrjú holu. Hann lék á 68 höggum og er samtals á tíu undir pari. Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley er annar á níu undir pari. Vijay Singh er fjórum höggum á eftir Japananum og Ernie Els átta. Lokahringurinn verður leikinn í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×