Erlent

Var syndari en er nú dýrlingur

Marvin Wilson
Marvin Wilson
Hinn 54 ára Marvin Wilson var tekinn af lífi í Texas á þriðjudagskvöldið með eitursprautu.

Lögmenn Wilsons sögðu að greindarvísitala hans væri svo lág að hann væri ekki hæfur samkvæmt lögum til að hljóta dauðarefsingu en höfðu ekki árangur sem erfiði. Wilson var fundinn sekur um aðild að morði á uppljóstrara í eiturlyfjamáli fyrir tuttugu árum. „Ég kom hingað sem syndari en fer sem dýrlingur. Taktu mig heim Jesú, taktu mig heim drottinn. Ég elska ykkur öll. Ég er tilbúinn,“ voru kveðjuorð Wilsons.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×