Assad gerir þungar árásir á Aleppo 9. ágúst 2012 05:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn taka sér stöðu með sprengjuvörpur í Kfar Nubul í í Idlib í norðvesturhluta landsins. Nordicphotos/afp Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira