Erlent

Leiðtogafundur í Íran um Sýrland

Yfirvöld í Íran munu halda leiðtogafund um ástandið í Sýrlandi. Íran er eini bandamaður Sýrlands í þessum heimshluta.

Ekki er vitað hvaða þjóðarleiðtogar munu að sækja fundinn en yfirvöld í Íran segja að rætt verði um mál Sýrlands af alvöru og yfirvegun.

Vestrænir þjóðarleiðtogar efast þó margir um að Íran geti miðlað málum í deilunni enda er íranska ríkisstjórnin í nánum tengslum við stjórn Bashar a-Assads, forseta Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×