Erlent

Curiosity lyftir mastri sínu

Curiosity tók þessa mynd af skugga sínum.
Curiosity tók þessa mynd af skugga sínum. mynd/Ap
Snjalljeppinn Curiosity býr sig nú undir að hefja leiðangur sinn um Mars. Farið lyfti mastri sínu í gær og notaði leiðsögubúnað sinn í fyrsta sinn.

Curiosity lenti í Gale-gígnum á plánetunni á mánudag. Síðan þá hefur bíllinn setið sem fastast á meðan vísindamenn á jörðu niðri yfirfara tækjabúnað hans.

Fyrstu athugunum er nú lokið. Á næstu vikum mun farið aka í átt að rótum fjalls sem stendur í miðjum gígnum. Þar mun Curiosity hefja leit sína að ummerkjum eftir líf á Mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×