Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði Íslandsmeistara HK, fékk meiri ábyrgðarstöðu hjá félaginu í dag þegar hann var ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins.
Vilhelm Gauti gerði nýjan tveggja ára samning og mun verða spilandi aðstoðarþjálfari Kristins Guðmundssonar auk þess að þjálfa 2. flokk.
Vilhelm Gauti hefur áður komið að þjálfun meistaraflokks HK því hann þjálfaði meistaraflokk síðustu vikur tímabilsins 2003-2004 þegar hann leysti Árna Stefánsson af hólmi.
Vilhelm Gauti lék í yngri flokkum HK ásamt því að leika nokkur ár með Fram og varð bikarameistari á sínum tíma með HK árið 2003. Vilhelm Gauti lenti í slæmum axlarmeiðslum sem urðu til þess að hann lagði skóna á hilluna um tíma en tók þá svo fram aftur að nýju haustið 2009.
Vilhelm Gauti ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



