Cold Winter kominn út 3. júní 2005 00:01 Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gefið út hinn grófa og harða fyrstu-persónu skotleik Cold Winter . Leikurinn er gerður aðeins fyrir PlayStation 2, en þessi spennandi fyrstu-persónu skotleikur er spennutryllir sem gerist í nútímanum og inniheldur öflugan söguþráð þar sem fjallað er um heim njósnara. “Cold Winter er glæsilegur skotleikur sem færir nákvæmni, svörun og hraða PC skotleikja yfir á PlayStation 2,” segir Philip W. O’Neil, Forstjóri VU Games í Bandaríkjunum. “Hin öfluga tækni sem leikurinn notar, raunverulegur söguþráður hans og flott grafík, setja leikmenn beint inní hasarinn þar sem þeir fá tilfinningu fyrir að þeir séu á staðnum.” Í Cold Winter, fara leikmenn í hlutverk Andrew Sterling, sem er breskur MI6 leyniþjónustumaður sem gerir allt sem til þarf og er tilbúinn að drepa menn ef því skiptir. Leikmenn munu upplifa ótrúlega lifandi heim þar sem umhverfi og persónur eru vandaðar og líta út líkt og í raunveruleikanum. Leikmenn geta leitað á líkum óvina sinna og notað hluti í umhverfinu til að skýla sér fyrir árásum. Leikmenn þurfa að berjast við mjög gáfaða óvini, og geta því valið um að nota meira en 30 mismunandi vopn, en hægt er að miða á ákveðna líkamsparta óvinarins. Söguþráður leiksins sem gerist árið 2002 er gerður af rithöfundinum Warren Ellis, og er honum fleytt áfram með vönduðum myndskeiðum. Cold Winter mun styðja fjölspilun (multiplayer) þar sem allt að 8 leikmenn geta spilað leikinn á netinu í gegnum GameSpy, einnig geta fjórir spilað leikinn á sömu tölvuna í split screen. Leikmenn geta valið úr 6 mismunandi fjölspilunar möguleikum, yfir 30 persónur og 12 internet borð. Fyrir frekari upplýsingar er bent á www.coldwinter.com. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gefið út hinn grófa og harða fyrstu-persónu skotleik Cold Winter . Leikurinn er gerður aðeins fyrir PlayStation 2, en þessi spennandi fyrstu-persónu skotleikur er spennutryllir sem gerist í nútímanum og inniheldur öflugan söguþráð þar sem fjallað er um heim njósnara. “Cold Winter er glæsilegur skotleikur sem færir nákvæmni, svörun og hraða PC skotleikja yfir á PlayStation 2,” segir Philip W. O’Neil, Forstjóri VU Games í Bandaríkjunum. “Hin öfluga tækni sem leikurinn notar, raunverulegur söguþráður hans og flott grafík, setja leikmenn beint inní hasarinn þar sem þeir fá tilfinningu fyrir að þeir séu á staðnum.” Í Cold Winter, fara leikmenn í hlutverk Andrew Sterling, sem er breskur MI6 leyniþjónustumaður sem gerir allt sem til þarf og er tilbúinn að drepa menn ef því skiptir. Leikmenn munu upplifa ótrúlega lifandi heim þar sem umhverfi og persónur eru vandaðar og líta út líkt og í raunveruleikanum. Leikmenn geta leitað á líkum óvina sinna og notað hluti í umhverfinu til að skýla sér fyrir árásum. Leikmenn þurfa að berjast við mjög gáfaða óvini, og geta því valið um að nota meira en 30 mismunandi vopn, en hægt er að miða á ákveðna líkamsparta óvinarins. Söguþráður leiksins sem gerist árið 2002 er gerður af rithöfundinum Warren Ellis, og er honum fleytt áfram með vönduðum myndskeiðum. Cold Winter mun styðja fjölspilun (multiplayer) þar sem allt að 8 leikmenn geta spilað leikinn á netinu í gegnum GameSpy, einnig geta fjórir spilað leikinn á sömu tölvuna í split screen. Leikmenn geta valið úr 6 mismunandi fjölspilunar möguleikum, yfir 30 persónur og 12 internet borð. Fyrir frekari upplýsingar er bent á www.coldwinter.com.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira