Innlent

Eldur í nýbyggingu í Kópavogi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að nýbygginu við Hafnarbraut í Kópavogi fyrir stundu. Þar hafði komið upp smáræðis eldur en slökkviliðið þurfti að reykræsta bygginguna.

Að sögn slökkviliðsins hafði eldurinn nánast fjarað út þegar þeir mættu á staðinn en líklega hefur verið kveikt í einhverju dóti á gólfi. Enginn eða ekkert var í nokkurri hættu að sögn slökkviliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×