Innlent

Mörður stefnir líka á fjórða sætið

Mörður Árnason
Mörður Árnason

Mörður Árnason tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og óskar eftir kosningu í 4. sæti sem jafngildir öðru sæti á framboðslista í norður- eða suðurkjördæminu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Merði. Það er því ljóst að hann mun kljást við Helga Hjörvar og Skúla Helgason um 4.sæti listans.

Mörður sat á alþingi 2003-2007, var í fjórða sæti í Reykjavík suður við síðustu kosningarnar og hefur verið varaþingmaður á þessu kjörtímabili. Hann vinnur nú í ReykjavíkurAkademíunni sem sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×