Norðmönnum hótað málshöfðun 29. apríl 2005 00:01 Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu. Í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag skýrði Davíð Oddsson frá því að undirbúningur málssóknar fyrir Alþjóðadómstólnum væri langt kominn. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að undirbúa málsókn vegna ítrekaðra brota norskra stjórnvalda á Svalbarðasamningnum. Davíð sagði að um þverbak hefði keyrt í fyrra þegar norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmarkað með ólögmætum hætti síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í því skyni að styrkja eigin stöðu og veikja stöðu hinna aðilanna að síldarsamningunum. „Slíkt misbeiting norskra stjórnvalda á meintum fullveldisréttindum sínum á Svalbarðasvæðinu er óásættanleg. Svo virðist að málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu, “ sagði Davíð. Davíð gaf það sterklega í skyn að hætt yrði við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en í utanríkisráðuneytinu liggur fyrir áætlun um að verja 600 milljónum króna til kosningabaráttunnar. Davíð sagði að áleitnar spurningar hefðu komið upp í huga hans varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu á árunum 2009 og 2010. Ljóst væri að á brattan væri að sækja gegn keppninautum um sæti, en auk Íslands væru Austurríki og Tyrkland að keppa um þau tvö sæti sem tilheyrðu Vesturlandahópnum svonefnda. Davíð sagði að gera yrði ráð fyrir að þegar liði á kosningabaráttuna ykist harkan í henni enn frekar og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefði framboð Íslands verið til skoðunar, en þeirri skoðun lyki á næstu vikum. „Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti,“ sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu. Í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag skýrði Davíð Oddsson frá því að undirbúningur málssóknar fyrir Alþjóðadómstólnum væri langt kominn. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að undirbúa málsókn vegna ítrekaðra brota norskra stjórnvalda á Svalbarðasamningnum. Davíð sagði að um þverbak hefði keyrt í fyrra þegar norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmarkað með ólögmætum hætti síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í því skyni að styrkja eigin stöðu og veikja stöðu hinna aðilanna að síldarsamningunum. „Slíkt misbeiting norskra stjórnvalda á meintum fullveldisréttindum sínum á Svalbarðasvæðinu er óásættanleg. Svo virðist að málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu, “ sagði Davíð. Davíð gaf það sterklega í skyn að hætt yrði við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en í utanríkisráðuneytinu liggur fyrir áætlun um að verja 600 milljónum króna til kosningabaráttunnar. Davíð sagði að áleitnar spurningar hefðu komið upp í huga hans varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu á árunum 2009 og 2010. Ljóst væri að á brattan væri að sækja gegn keppninautum um sæti, en auk Íslands væru Austurríki og Tyrkland að keppa um þau tvö sæti sem tilheyrðu Vesturlandahópnum svonefnda. Davíð sagði að gera yrði ráð fyrir að þegar liði á kosningabaráttuna ykist harkan í henni enn frekar og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefði framboð Íslands verið til skoðunar, en þeirri skoðun lyki á næstu vikum. „Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti,“ sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira