Friðargæsluliðar aldrei í fríi 29. apríl 2005 00:01 Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra. Utanríkisráðherra sagði mikilvægt að hafa í huga að friðargæsluliðar væru tryggðir í starfi sínu. Hins vegar vonast hann til að við áfrýjun úrskurðar Trygggingastofnunar verði af meiri sanngirni. Til stendur að íslenskir friðargæsluliðar fari til starfa í Norður- og Vestur-Afganistan seinni hluta ársins og hefur verið auglýst eftir mönnum hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Birgir Finnsson, yfirmaður hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir starfsmenn sjálfa taka ákvörðun um hvort þeir vilji fara til þeirra starfa. Friðargæslan fái hins vegar hjálp yfirmanna slökkviliðsins við að velja þá hæfustu úr hópi umsækjenda. Þeir sem svo verða fyrir valinu fái launalaust leyfi frá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason, formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er ekki sáttur við að hans menn séu ekki í félaginu á meðan þeir sinna friðargæslustörfum. Hann segir að ljóst sé að afstaða friðagæslunnar sé sú að félagsmenn séu ekki í sínu fag- og stéttarfélagi. Það kalli á viðræður um það hvort það geti talist eðlilegt. Vernharð segir ekki þörf á sérkjarasamningum fyrir þá sem ákveði að ganga til liðs við friðargælsuna en hafa beri í huga störf hjá friðargælsunni séu ólík þeim störfum sem slökkviliðs- og lögreglumenn eru vanir. Réttindi félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé alveg klár með samningum en störf í friðagæslu séu allt öðruvísi en dagleg störf þessara manna og friðargæslan sækist eftir sérþekkingu þeirra. Aðspurður um tryggingamál félagsmanna segir Verharð að þau séu nokkuð ljós eftir því sem hann best viti en ganga þurfi frá því að menn séu ekki í neinum vafa um hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Skoðun hans sé sú að það teljist ákaflega vafasamt að ætla mönnum að meta hver og einn í hvert skipti og ganga úr skugga um það við sína yfirboðara hvort þeir séu í vinnunni eða ekki. Hann telji það ófært.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira