Víðir Reynis og samfélagslegi sáttmálinn Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2020 15:00 Á daglegum upplýsingafundi almannavarna og lögreglunnar á dögunum lagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til að Íslendingar gerðu með sér samfélagslegan sáttmála þar sem tilteknum gildum yrði haldið í heiðri. Eins og með flest sem kemur frá þessum nýja leiðtoga á þessum síðustu og verstu tímum var tillögunum vel tekið. Einn liður tillagnanna fór þó fyrir brjóstið á sumum. Það var tillaga um að styðjast við fréttir frá „traustu fréttamiðlunum sem eru ritstýrðir og sýna okkur rétta mynd á hlutina“. Virðist þeim hafa þótt þetta bera með sér einkenni einhvers konar ritskoðunar eða stjórn á fjölmiðlaumræðu á Íslandi. Viðbrögðin við þessari saklausu ábendingu Víðis eru ekki ný af nálinni þegar rætt er um fjölmiðla. Málið er því kjörið tilefni til þess að draga fram nokkur atriði um fjölmiðlafrelsið. Þegar höfð er hliðsjón af þremur meginþáttum ríkisvaldsins; löggjafarvaldinu, framkvæmdarvaldinu og dómsvaldinu, hefur fjölmiðlum stundum verið lýst sem „fjórða valdinu“. Fjölmiðlar hafa veigamiklu hlutverki að gegna þegar kemur að þeirri kröfu almennings að búa í upplýstu og lýðræðislegu samfélagi. Þeir eru ekki einungis vettvangur upplýsingamiðlunar, fræðslu og opinberrar umræðu, heldur hafa þeir ríkt aðhaldshlutverk gagnvart hinu opinbera og öðru því sem við kemur almenningi. Vegna þessa hlutverks er mikilvægt að frelsi fjölmiðla sé ríkt og að þeim sé búið viðunandi umhverfi svo þeir fái þrifist með sjálfbærum hætti. Tjáningarfrelsi þeirra er enda varið í stjórnarskránni og ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og inngrip í það frelsi telst almennt varhugavert nema veigamiklar ástæður komi til. Að því sögðu er rétt að minna á að tjáningarfrelsi fjölmiðla er ekki óheft. Fjölmiðlar búa við lög og reglur sem ætlað er tryggja að þeir ræki fyrrgreindar skyldur sínar í samræmi við almannahagsmuni og vernd annarra stjórnarskrárvarinna hagsmuna. Bæði á vettvangi íslenskra dómstóla, Mannréttindadómstóls Evrópu og annarra alþjóðastofnana hefur því þannig verið slegið föstu að fjölmiðlafrelsið sé beinlínis háð þeirri forsendu að fjölmiðlar ræki störf sín í samræmi við heilbrigða blaðamannshætti, veiti réttar og áreiðanlegar upplýsingar og starfi með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þessar reglur hafa mótast vegna þeirrar augljósu staðreyndar að vald fjölmiðla sem vettvangur opinberrar umræðu er verulegt og þykir eðlilegt, rétt eins og með aðra valdhafa, að það vald sé temprað að einhverju leyti. Fjölmiðlafólk á t.d. almennt ekki að ganga erinda eigenda sinna eða utanaðkomandi fjármuna og fréttir í þágu vafasamra hagsmuna eru ósamrýmanlegar þeim gildum sem fjölmiðlar starfa eftir. Langflestir fjölmiðlar fara vel með fyrrgreint frelsi sitt og flestar fréttir eru í þágu þeirra markmiða sem áður er lýst. Það breytir því ekki að til eru dæmi um fjölmiðla sem hafa í einhverjum tilvikum sofnað á verðinum og misst sjónar á hlutverki sínu. Við þekkjum öll dæmi þess að fjölmiðill hafi misfarið með tjáningarfrelsi sitt með þeim afleiðingum að stjórnarskrárvarin réttindi annarra voru fótum troðin. Við þekkjum líka dæmi um að fyrirsögnum hafi verið snúið á hvolf í því augnamiði að kalla fram tiltekin viðbrögð án þess að nokkur fótur hafi verið fyrir slíkum æfingum. Og við þekkjum dæmi um að aðrir hagsmunir en almannahagsmunir hafi ráðið för við vinnslu frétta. Það leiðir af framangreindu að það er ekki bara eðlilegt að ræða störf fjölmiðla heldur nauðsynlegt að gagnrýnni hugsun sé haldið á lofti um þá eins og annað í samfélaginu. Óþol fyrir ummælum á borð við „trausta fréttamiðla“ og afneitun á umræðu um að munur kunni að vera á gæðum einstakra frétta er ekki í takt við það hlutverk fjölmiðlafólks að viðhalda frjálsri og upplýstri umræðu. Eins og við ræðum „heiðarlega stjórnmálamenn“, „traust fyrirtæki“ og „góða skóla“ er ekkert að því að viðra þá staðreynd að til séu traustari fjölmiðlar en aðrir. Það leiðir ennfremur af hlutverki fjölmiðla að þeir ættu að fagna umræðu um eigin störf og falla ekki í þá gryfju að veita afslátt af almannahagsmunum þegar kemur að umræðu um þá sjálfa. Aðhald með fjölmiðlum felur nefnilega ekki í sér ritskoðun. Það er þvert á móti þáttur í að ná fram þeim markmiðum sem fjölmiðlafrelsinu er ætlað að tryggja. Viðmiðið um frjálsa lýðræðislega umræðu á m.ö.o. líka við í tilviki umfjöllunar um fjölmiðla. Hér skal að lokum bent á að með ummælum sínum tiltók Víðir ekki ákveðna fjölmiðla frekar en aðra. Hann minnti okkur einfaldlega góðfúslega á að viðhalda gagnrýnni hugsun og leita eftir traustum fréttaflutningi. Ef það á einhvern tímann við er það á tímum sem þessum. Höfundur er lektor og kennari í fjölmiðlarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Á daglegum upplýsingafundi almannavarna og lögreglunnar á dögunum lagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til að Íslendingar gerðu með sér samfélagslegan sáttmála þar sem tilteknum gildum yrði haldið í heiðri. Eins og með flest sem kemur frá þessum nýja leiðtoga á þessum síðustu og verstu tímum var tillögunum vel tekið. Einn liður tillagnanna fór þó fyrir brjóstið á sumum. Það var tillaga um að styðjast við fréttir frá „traustu fréttamiðlunum sem eru ritstýrðir og sýna okkur rétta mynd á hlutina“. Virðist þeim hafa þótt þetta bera með sér einkenni einhvers konar ritskoðunar eða stjórn á fjölmiðlaumræðu á Íslandi. Viðbrögðin við þessari saklausu ábendingu Víðis eru ekki ný af nálinni þegar rætt er um fjölmiðla. Málið er því kjörið tilefni til þess að draga fram nokkur atriði um fjölmiðlafrelsið. Þegar höfð er hliðsjón af þremur meginþáttum ríkisvaldsins; löggjafarvaldinu, framkvæmdarvaldinu og dómsvaldinu, hefur fjölmiðlum stundum verið lýst sem „fjórða valdinu“. Fjölmiðlar hafa veigamiklu hlutverki að gegna þegar kemur að þeirri kröfu almennings að búa í upplýstu og lýðræðislegu samfélagi. Þeir eru ekki einungis vettvangur upplýsingamiðlunar, fræðslu og opinberrar umræðu, heldur hafa þeir ríkt aðhaldshlutverk gagnvart hinu opinbera og öðru því sem við kemur almenningi. Vegna þessa hlutverks er mikilvægt að frelsi fjölmiðla sé ríkt og að þeim sé búið viðunandi umhverfi svo þeir fái þrifist með sjálfbærum hætti. Tjáningarfrelsi þeirra er enda varið í stjórnarskránni og ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og inngrip í það frelsi telst almennt varhugavert nema veigamiklar ástæður komi til. Að því sögðu er rétt að minna á að tjáningarfrelsi fjölmiðla er ekki óheft. Fjölmiðlar búa við lög og reglur sem ætlað er tryggja að þeir ræki fyrrgreindar skyldur sínar í samræmi við almannahagsmuni og vernd annarra stjórnarskrárvarinna hagsmuna. Bæði á vettvangi íslenskra dómstóla, Mannréttindadómstóls Evrópu og annarra alþjóðastofnana hefur því þannig verið slegið föstu að fjölmiðlafrelsið sé beinlínis háð þeirri forsendu að fjölmiðlar ræki störf sín í samræmi við heilbrigða blaðamannshætti, veiti réttar og áreiðanlegar upplýsingar og starfi með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þessar reglur hafa mótast vegna þeirrar augljósu staðreyndar að vald fjölmiðla sem vettvangur opinberrar umræðu er verulegt og þykir eðlilegt, rétt eins og með aðra valdhafa, að það vald sé temprað að einhverju leyti. Fjölmiðlafólk á t.d. almennt ekki að ganga erinda eigenda sinna eða utanaðkomandi fjármuna og fréttir í þágu vafasamra hagsmuna eru ósamrýmanlegar þeim gildum sem fjölmiðlar starfa eftir. Langflestir fjölmiðlar fara vel með fyrrgreint frelsi sitt og flestar fréttir eru í þágu þeirra markmiða sem áður er lýst. Það breytir því ekki að til eru dæmi um fjölmiðla sem hafa í einhverjum tilvikum sofnað á verðinum og misst sjónar á hlutverki sínu. Við þekkjum öll dæmi þess að fjölmiðill hafi misfarið með tjáningarfrelsi sitt með þeim afleiðingum að stjórnarskrárvarin réttindi annarra voru fótum troðin. Við þekkjum líka dæmi um að fyrirsögnum hafi verið snúið á hvolf í því augnamiði að kalla fram tiltekin viðbrögð án þess að nokkur fótur hafi verið fyrir slíkum æfingum. Og við þekkjum dæmi um að aðrir hagsmunir en almannahagsmunir hafi ráðið för við vinnslu frétta. Það leiðir af framangreindu að það er ekki bara eðlilegt að ræða störf fjölmiðla heldur nauðsynlegt að gagnrýnni hugsun sé haldið á lofti um þá eins og annað í samfélaginu. Óþol fyrir ummælum á borð við „trausta fréttamiðla“ og afneitun á umræðu um að munur kunni að vera á gæðum einstakra frétta er ekki í takt við það hlutverk fjölmiðlafólks að viðhalda frjálsri og upplýstri umræðu. Eins og við ræðum „heiðarlega stjórnmálamenn“, „traust fyrirtæki“ og „góða skóla“ er ekkert að því að viðra þá staðreynd að til séu traustari fjölmiðlar en aðrir. Það leiðir ennfremur af hlutverki fjölmiðla að þeir ættu að fagna umræðu um eigin störf og falla ekki í þá gryfju að veita afslátt af almannahagsmunum þegar kemur að umræðu um þá sjálfa. Aðhald með fjölmiðlum felur nefnilega ekki í sér ritskoðun. Það er þvert á móti þáttur í að ná fram þeim markmiðum sem fjölmiðlafrelsinu er ætlað að tryggja. Viðmiðið um frjálsa lýðræðislega umræðu á m.ö.o. líka við í tilviki umfjöllunar um fjölmiðla. Hér skal að lokum bent á að með ummælum sínum tiltók Víðir ekki ákveðna fjölmiðla frekar en aðra. Hann minnti okkur einfaldlega góðfúslega á að viðhalda gagnrýnni hugsun og leita eftir traustum fréttaflutningi. Ef það á einhvern tímann við er það á tímum sem þessum. Höfundur er lektor og kennari í fjölmiðlarétti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar