Netflix kostar Eurovision Ríkisútvarpsins Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 14:20 Kostunarsamningurinn er uppá tæpar tíu milljónir en þessi bræðingur Netflix og Ríkisútvarpsins ohf. má heita athyglisverður. Hin risavaxna bandaríska streymisveita Netflix mun kosta Söngvakeppnina hjá Ríkisútvarpinu ohf. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða kostunarsamning sem slagar hátt í tíu milljónir. Eins og Vísir hefur greint frá eru áform uppi innan Netflix að koma sér betur fyrir á markaði hérlendis. Nú þegar eru umsvif fyrirtækisins veruleg en um níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 19 til 29 ára hafa aðgang að efnisveitunni. Netflix framleiðir vísindasöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks og þá framleiðir Netflix mynd Will Ferrells um Eurovison sem að hluta til var tekin upp á Húsavík. Ekki liggur fyrir hvort það verkefni hafi haft áhrif á að þessi kostunarsamningur var gerður. Vísir náði ekki í Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra á Ríkisútvarpinu til að spyrja hann nánar út í þennan athyglisverða bræðing. Því þetta samstarf Ríkisútvarpsins ofh. og Netflix er allrar athygli vert meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa verið að leita leiða til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Ein hugmynda sem fram hefur komið í þeim efnum er að ríkisfjölmiðillinn RÚV ohf. verði tekinn af auglýsingamarkaði. Rekstrarvanda fjölmiðla má meðal annars rekja til erfiðrar samkeppni við stórar alþjóðlegar efnisveitur og samfélagsmiðla svo sem Facebook, YouTube, Instagram, Twitter og svo sækir Netflix að áskriftarmiðlum svo sem Stöð 2 með framboði á efni og þá Ríkisútvarpinu einnig. Alþingi Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Hin risavaxna bandaríska streymisveita Netflix mun kosta Söngvakeppnina hjá Ríkisútvarpinu ohf. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða kostunarsamning sem slagar hátt í tíu milljónir. Eins og Vísir hefur greint frá eru áform uppi innan Netflix að koma sér betur fyrir á markaði hérlendis. Nú þegar eru umsvif fyrirtækisins veruleg en um níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 19 til 29 ára hafa aðgang að efnisveitunni. Netflix framleiðir vísindasöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks og þá framleiðir Netflix mynd Will Ferrells um Eurovison sem að hluta til var tekin upp á Húsavík. Ekki liggur fyrir hvort það verkefni hafi haft áhrif á að þessi kostunarsamningur var gerður. Vísir náði ekki í Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra á Ríkisútvarpinu til að spyrja hann nánar út í þennan athyglisverða bræðing. Því þetta samstarf Ríkisútvarpsins ofh. og Netflix er allrar athygli vert meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa verið að leita leiða til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Ein hugmynda sem fram hefur komið í þeim efnum er að ríkisfjölmiðillinn RÚV ohf. verði tekinn af auglýsingamarkaði. Rekstrarvanda fjölmiðla má meðal annars rekja til erfiðrar samkeppni við stórar alþjóðlegar efnisveitur og samfélagsmiðla svo sem Facebook, YouTube, Instagram, Twitter og svo sækir Netflix að áskriftarmiðlum svo sem Stöð 2 með framboði á efni og þá Ríkisútvarpinu einnig.
Alþingi Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44
Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45
Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08
Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57