The Inside Job Óskar Jónasson skrifar 19. nóvember 2010 03:00 Er einhver leið til að skylda viðskipta- og verslunarfræðinemana okkar til að sjá heimildarmyndina The Inside Job? Eða bara alla þjóðina? Er kannski hægt að sýna hana í staðinn fyrir Hringekjuna á laugardagskvöldið? Því jafn kristaltæra og aðgengilega greiningu á aðdraganda hrunsins er vart hægt að hugsa sér. Og hún er skemmtileg í þokkabót. Efnahagskerfi okkar er í ræsinu, en við eigum erfitt með að útskýra hvernig það gerðist nákvæmlega - og kannski enn erfiðara með að átta okkur á því hvernig við komum okkur út úr þessari klípu. Eitt er víst að ekki dugir að beita sömu aðferðum og komu okkur út í þetta. Í myndinni er varpað skýru ljósi á það hvernig regluverk bankakerfisins hefur hrunið á undanförnum árum og áratugum, hvernig eftirlitskerfið er komið undir sömu sæng og peningavaldið - og kannski ekki síst hvernig þessi þróun heldur óhindruð áfram. Margir af þeim sem voru ábyrgir fyrir því hvernig fór, eru nú einmitt komnir í áhrifamiklar stöður í ríkisstjórn Baracks Obama. Meira að segja litla Ísland er tekið fyrir sem skólabókardæmi um hvað gerðist í hnotskurn. Í upphafi myndarinnar eru mjög athyglisverð viðtöl við Andra Snæ Magnason rithöfund og Gylfa Zoëga hagfræðing um katastrófuna sem átti sér stað hér á landi. Myndin The Inside Job í Bíó Paradís er fullkomin mynd fyrir þau okkar sem eru búin að fá upp í kok af tali um bankahrun. Því hún drekkir ekki áhorfandanum í hagfræðibullinu sem er oft notað til að þyrla upp ryki, heldur útskýrir á mjög einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig við vorum rænd, Innanfrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Er einhver leið til að skylda viðskipta- og verslunarfræðinemana okkar til að sjá heimildarmyndina The Inside Job? Eða bara alla þjóðina? Er kannski hægt að sýna hana í staðinn fyrir Hringekjuna á laugardagskvöldið? Því jafn kristaltæra og aðgengilega greiningu á aðdraganda hrunsins er vart hægt að hugsa sér. Og hún er skemmtileg í þokkabót. Efnahagskerfi okkar er í ræsinu, en við eigum erfitt með að útskýra hvernig það gerðist nákvæmlega - og kannski enn erfiðara með að átta okkur á því hvernig við komum okkur út úr þessari klípu. Eitt er víst að ekki dugir að beita sömu aðferðum og komu okkur út í þetta. Í myndinni er varpað skýru ljósi á það hvernig regluverk bankakerfisins hefur hrunið á undanförnum árum og áratugum, hvernig eftirlitskerfið er komið undir sömu sæng og peningavaldið - og kannski ekki síst hvernig þessi þróun heldur óhindruð áfram. Margir af þeim sem voru ábyrgir fyrir því hvernig fór, eru nú einmitt komnir í áhrifamiklar stöður í ríkisstjórn Baracks Obama. Meira að segja litla Ísland er tekið fyrir sem skólabókardæmi um hvað gerðist í hnotskurn. Í upphafi myndarinnar eru mjög athyglisverð viðtöl við Andra Snæ Magnason rithöfund og Gylfa Zoëga hagfræðing um katastrófuna sem átti sér stað hér á landi. Myndin The Inside Job í Bíó Paradís er fullkomin mynd fyrir þau okkar sem eru búin að fá upp í kok af tali um bankahrun. Því hún drekkir ekki áhorfandanum í hagfræðibullinu sem er oft notað til að þyrla upp ryki, heldur útskýrir á mjög einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig við vorum rænd, Innanfrá.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar