Horfum til framtíðar í Hafnarfirði Guðmundur Rúnar Árnason skrifar 19. nóvember 2010 05:00 Stjórnskipan Íslands byggir á lýðræði, þótt þess sé ekki beinlínis getið í stjórnarskránni, líkt og er í stjórnarskrám sumra annarra ríkja. Það kann að breytast í kjölfar stjórnlagaþingsins sem er framundan. Sú umræða er ágeng, að áhugi almennings á stjórnmálum fari minnkandi, en án almennrar þátttöku í stjórnmálum er hætta á að lýðræðinu hnigni. Rannsóknir hér á landi, fyrir efnahagshrunið, bentu til þróunar í þessa átt. Kosningaþátttaka er almennt mikil en traust almennings á stjórnmálamönnum og á stofnunum lýðræðisins hefur farið minnkandi á undanförnum árum og áratugum - og hrapað í kjölfar efnahagshrunsins. Spyrja má hvort aðrar leiðir en hefðbundið fulltrúalýðræði séu færar til að stuðla að grunnmarkmiði lýðræðisins, þ.e. að uppspretta valdsins sé hjá almenningi sjálfum. Í þessu sambandi hefur hugtakið íbúalýðræði komið fram en það hefur verið skilgreint þannig að undir það falli öll tilvik þar sem einstaklingum og/eða hagsmunaaðilum er veitt tækifæri til að vinna með yfirvöldum að stefnumótun (eða ákvarðanatöku), eða yfirvöld leita eftir skoðunum íbúa og/eða hagsmunaaðila og hafa þær til leiðsagnar við ákvörðun sína. Í Hafnarfirði er sterk hefð fyrir íbúalýðræði, samráði og samvinnu við íbúa. Haldin hafa verið unglingaþing, íbúaþing, álverskosningarnar og reglulega eru haldnir samráðsfundir með íbúum, nú síðast um fjárhagsáætlun næsta árs. Á laugardaginn ætlum við að blása til Gaflarakaffis þar sem möguleikar íbúanna til að hafa áhrif á nærumhverfið verða til umræðu. Um leið gefst bæjarbúum tækifæri til að koma að mótun lýðræðisstefnu bæjarins. Íbúaþing eins og þetta er mikilvægur vettvangur fyrir bæjarbúa til að koma sjónarmiðum sínum, tillögum og áherslum á framfæri. Fyrir hönd bæjarstjórnar hvet ég Hafnfirðinga alla til að vera virkir þátttakendur í umræðunni um bæinn okkar, samfélagið, þjónustuna og umhverfið. Með því leggjum við okkar að mörkum á laugardaginn til að gera góðan bæ enn betri. Allar hugmyndir og tillögur skipta máli fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Stjórnskipan Íslands byggir á lýðræði, þótt þess sé ekki beinlínis getið í stjórnarskránni, líkt og er í stjórnarskrám sumra annarra ríkja. Það kann að breytast í kjölfar stjórnlagaþingsins sem er framundan. Sú umræða er ágeng, að áhugi almennings á stjórnmálum fari minnkandi, en án almennrar þátttöku í stjórnmálum er hætta á að lýðræðinu hnigni. Rannsóknir hér á landi, fyrir efnahagshrunið, bentu til þróunar í þessa átt. Kosningaþátttaka er almennt mikil en traust almennings á stjórnmálamönnum og á stofnunum lýðræðisins hefur farið minnkandi á undanförnum árum og áratugum - og hrapað í kjölfar efnahagshrunsins. Spyrja má hvort aðrar leiðir en hefðbundið fulltrúalýðræði séu færar til að stuðla að grunnmarkmiði lýðræðisins, þ.e. að uppspretta valdsins sé hjá almenningi sjálfum. Í þessu sambandi hefur hugtakið íbúalýðræði komið fram en það hefur verið skilgreint þannig að undir það falli öll tilvik þar sem einstaklingum og/eða hagsmunaaðilum er veitt tækifæri til að vinna með yfirvöldum að stefnumótun (eða ákvarðanatöku), eða yfirvöld leita eftir skoðunum íbúa og/eða hagsmunaaðila og hafa þær til leiðsagnar við ákvörðun sína. Í Hafnarfirði er sterk hefð fyrir íbúalýðræði, samráði og samvinnu við íbúa. Haldin hafa verið unglingaþing, íbúaþing, álverskosningarnar og reglulega eru haldnir samráðsfundir með íbúum, nú síðast um fjárhagsáætlun næsta árs. Á laugardaginn ætlum við að blása til Gaflarakaffis þar sem möguleikar íbúanna til að hafa áhrif á nærumhverfið verða til umræðu. Um leið gefst bæjarbúum tækifæri til að koma að mótun lýðræðisstefnu bæjarins. Íbúaþing eins og þetta er mikilvægur vettvangur fyrir bæjarbúa til að koma sjónarmiðum sínum, tillögum og áherslum á framfæri. Fyrir hönd bæjarstjórnar hvet ég Hafnfirðinga alla til að vera virkir þátttakendur í umræðunni um bæinn okkar, samfélagið, þjónustuna og umhverfið. Með því leggjum við okkar að mörkum á laugardaginn til að gera góðan bæ enn betri. Allar hugmyndir og tillögur skipta máli fyrir okkur öll.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar