Framlag til friðar og kynjajafnréttis Ragna Sara Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2010 06:30 Fyrir tíu árum fór Kristín Ástgeirsdóttir, núverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, til starfa í Kosovó fyrir Þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur (UNIFEM). Þar vann hún að eflingu stjórnmálaþátttöku kvenna og auknu samstarfi kvennahreyfinga í þessu stríðshrjáða héraði. Kristín var brautryðjandi sem fyrsti íslenski sérfræðingurinn í jafnréttismálum til að starfa með UNIFEM á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins en rúmur tugur sérfræðinga hefur fylgt í kjölfarið. Samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM er eitt langlífasta verkefni íslensku friðargæslunnar og þykir samstarfið sérstakt. Í tíu ár hafa íslenskir sérfræðingar starfað fyrir UNIFEM á Balkanskaganum: í Kosovó, í Makedóníu, í Serbíu og í Bosníu og Hersegóvínu. Auk þess hefur utanríkisráðuneytið sent Íslendinga til starfa fyrir UNIFEM í Líberíu, á Barbados og í höfuðstöðvunum í New York. Á sama tíma hefur hlutfall fjárhagslegs stuðnings utanríkisráðuneytisins við UNIFEM aukist margfalt og skilað Íslandi í röð helstu stuðningsríkja sjóðsins. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi var stofnuð 1989 með það að markmiði að vekja umræðu, stunda fjáröflun og stuðla að bættri stöðu og auknum réttindum kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi er ein sautján landsnefnda UNIFEM í jafnmörgum löndum og starfa þær sem frjáls félagasamtök. Með öflugu samstarfi við utanríkisráðuneytið, íslenskan almenning og fyrirtæki hefur félagið stuðlað að bættri stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Kaflaskil verða í starfsemi UNIFEM á næstunni því um komandi áramót rennur Þróunarsjóðurinn inn í nýja og öflugri Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdaeflingu kvenna (UN Women). Sú stofnun mun hafa sterkari valdheimildir og meira fjármagn en UNIFEM og er til marks um ríkari áherslu á kynjajafnréttismál innan Sameinuðu þjóðanna en áður. Íslensk stjórnvöld hafa stutt þessa þróun ötullega. Samstarf utanríkisráðuneytisins við UNIFEM mun í framhaldinu flytjast yfir á hina nýju stofnun, UN Women, sem Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, mun veita forystu. Í dag verður efnt til málþings í Háskólanum á Akureyri frá kl. 10.00-15.00 til að ræða samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM, vægi þess og framtíð innan UN Women. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í áhugaverðri umræðu um jafnréttismál og utanríkisstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum fór Kristín Ástgeirsdóttir, núverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, til starfa í Kosovó fyrir Þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur (UNIFEM). Þar vann hún að eflingu stjórnmálaþátttöku kvenna og auknu samstarfi kvennahreyfinga í þessu stríðshrjáða héraði. Kristín var brautryðjandi sem fyrsti íslenski sérfræðingurinn í jafnréttismálum til að starfa með UNIFEM á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins en rúmur tugur sérfræðinga hefur fylgt í kjölfarið. Samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM er eitt langlífasta verkefni íslensku friðargæslunnar og þykir samstarfið sérstakt. Í tíu ár hafa íslenskir sérfræðingar starfað fyrir UNIFEM á Balkanskaganum: í Kosovó, í Makedóníu, í Serbíu og í Bosníu og Hersegóvínu. Auk þess hefur utanríkisráðuneytið sent Íslendinga til starfa fyrir UNIFEM í Líberíu, á Barbados og í höfuðstöðvunum í New York. Á sama tíma hefur hlutfall fjárhagslegs stuðnings utanríkisráðuneytisins við UNIFEM aukist margfalt og skilað Íslandi í röð helstu stuðningsríkja sjóðsins. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi var stofnuð 1989 með það að markmiði að vekja umræðu, stunda fjáröflun og stuðla að bættri stöðu og auknum réttindum kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi er ein sautján landsnefnda UNIFEM í jafnmörgum löndum og starfa þær sem frjáls félagasamtök. Með öflugu samstarfi við utanríkisráðuneytið, íslenskan almenning og fyrirtæki hefur félagið stuðlað að bættri stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Kaflaskil verða í starfsemi UNIFEM á næstunni því um komandi áramót rennur Þróunarsjóðurinn inn í nýja og öflugri Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdaeflingu kvenna (UN Women). Sú stofnun mun hafa sterkari valdheimildir og meira fjármagn en UNIFEM og er til marks um ríkari áherslu á kynjajafnréttismál innan Sameinuðu þjóðanna en áður. Íslensk stjórnvöld hafa stutt þessa þróun ötullega. Samstarf utanríkisráðuneytisins við UNIFEM mun í framhaldinu flytjast yfir á hina nýju stofnun, UN Women, sem Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, mun veita forystu. Í dag verður efnt til málþings í Háskólanum á Akureyri frá kl. 10.00-15.00 til að ræða samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM, vægi þess og framtíð innan UN Women. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í áhugaverðri umræðu um jafnréttismál og utanríkisstefnu Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun