Á forseti að hafa neitunarvald? 9. janúar 2010 06:00 Ef alþingi nemur öðru sinni úr gildi lög sem forseti hefur synjað staðfestingar er það í raun hægt og rólega að afhenda forseta neitunarvald sem konungur hafði fyrir hundrað árum, vald sem stjórnarskráin færði frá þjóðhöfðingja til þjóðar til nota í neyð. Er það vilji alþingis? Ég tel að ákvörðun forsetans hafi verið hörmuleg mistök og illa rökstudd. Vísað er til að vilji alþingis sé annar en samþykkt þess og hamrað á því að allir stjórnmálaflokkar vilji að við borgum, en beint og óbeint er vísað til skoðanakannana og vinalista Varnarliðsins. Er víst að allt það fólk sem þar er á móti lögum vilji borga? Óvíst virðist að allir þingmenn vilji það. Nú er sem hland hafi hlaupið fyrir hjarta þeirra sem hæst og oftast sögðu nei fyrir áramótin. Þau vilja sættir. Um hvað? Líklega um þverpólitíska samninganefnd, en hvernig ætti að móta samningsmarkmiðin? Yrði það nokkuð annað en endurtekning á skrípaleiknum frá síðasta sumri, þegar stjórnarandstaða utan og innan stjórnarflokka knúði fram ákvæði sem vita mátti að aldrei næðu fram að ganga – og sat þó hjá að lokum? Segir nú að sterkara sé að sameinað þing standi að baki tillögum. Ég efast ekki um að ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sem ég tel sómafólk trúi því sem þau segja, að við getum ekki ráðið við samninginn sem lögin miðast við. En ég trúi betur hagfræðingum eins og Friðrik Má Baldurssyni, Guðmundi Ólafssyni, Gylfa Magnússyni, Gylfa Zoëga, Þorvaldi Gylfasyni og Þórólfi Matthíassyni, sem segja hið gagnstæða. Miklu skiptir hvort við málum fjandann á vegginn eða höfum trú á getu þjóðarinnar til að rífa sig upp. Sættir eru góðar og bæði stuðningsmenn og andstæðingar geta sýnt sáttavilja sinn í aðdraganda þjóðaratkvæðis. Stuðningsmenn með því að hætta að tala um hvaða stjórnmálaöfl beri ábyrgð á hruninu og einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að samþykkja lögin. Andstæðingar með því að hætta að væna samninganefndir og ríkisstjórn um vanhæfni og undirlægjuhátt og aðrar þjóðir um illan vilja en einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að hafna lögunum. Enn hef ég hvergi séð skýra grein gerða fyrir muninum á fyrri lögum og þeim nýju. Hafi mér sést yfir eitthvað á það sjálfsagt við fleiri. Verði lögin samþykkt er því þrasinu vonandi lokið um sinn, en væntanlega munu öll stjórnmálaöfl vakandi fyrir því að leita endurbóta þegar viðrar til slíkra samninga. Verði lögunum hafnað, sem hamingjan forði okkur frá, þarf að reyna nýja samninga. Verði umræður í aðdraganda atkvæðagreiðslu málefnalegar eru meiri líkur til að sátt geti tekist um raunhæf samningsmarkmið. En þjóðaratkvæði verður að fara fram úr því sem komið er. Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ef alþingi nemur öðru sinni úr gildi lög sem forseti hefur synjað staðfestingar er það í raun hægt og rólega að afhenda forseta neitunarvald sem konungur hafði fyrir hundrað árum, vald sem stjórnarskráin færði frá þjóðhöfðingja til þjóðar til nota í neyð. Er það vilji alþingis? Ég tel að ákvörðun forsetans hafi verið hörmuleg mistök og illa rökstudd. Vísað er til að vilji alþingis sé annar en samþykkt þess og hamrað á því að allir stjórnmálaflokkar vilji að við borgum, en beint og óbeint er vísað til skoðanakannana og vinalista Varnarliðsins. Er víst að allt það fólk sem þar er á móti lögum vilji borga? Óvíst virðist að allir þingmenn vilji það. Nú er sem hland hafi hlaupið fyrir hjarta þeirra sem hæst og oftast sögðu nei fyrir áramótin. Þau vilja sættir. Um hvað? Líklega um þverpólitíska samninganefnd, en hvernig ætti að móta samningsmarkmiðin? Yrði það nokkuð annað en endurtekning á skrípaleiknum frá síðasta sumri, þegar stjórnarandstaða utan og innan stjórnarflokka knúði fram ákvæði sem vita mátti að aldrei næðu fram að ganga – og sat þó hjá að lokum? Segir nú að sterkara sé að sameinað þing standi að baki tillögum. Ég efast ekki um að ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sem ég tel sómafólk trúi því sem þau segja, að við getum ekki ráðið við samninginn sem lögin miðast við. En ég trúi betur hagfræðingum eins og Friðrik Má Baldurssyni, Guðmundi Ólafssyni, Gylfa Magnússyni, Gylfa Zoëga, Þorvaldi Gylfasyni og Þórólfi Matthíassyni, sem segja hið gagnstæða. Miklu skiptir hvort við málum fjandann á vegginn eða höfum trú á getu þjóðarinnar til að rífa sig upp. Sættir eru góðar og bæði stuðningsmenn og andstæðingar geta sýnt sáttavilja sinn í aðdraganda þjóðaratkvæðis. Stuðningsmenn með því að hætta að tala um hvaða stjórnmálaöfl beri ábyrgð á hruninu og einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að samþykkja lögin. Andstæðingar með því að hætta að væna samninganefndir og ríkisstjórn um vanhæfni og undirlægjuhátt og aðrar þjóðir um illan vilja en einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að hafna lögunum. Enn hef ég hvergi séð skýra grein gerða fyrir muninum á fyrri lögum og þeim nýju. Hafi mér sést yfir eitthvað á það sjálfsagt við fleiri. Verði lögin samþykkt er því þrasinu vonandi lokið um sinn, en væntanlega munu öll stjórnmálaöfl vakandi fyrir því að leita endurbóta þegar viðrar til slíkra samninga. Verði lögunum hafnað, sem hamingjan forði okkur frá, þarf að reyna nýja samninga. Verði umræður í aðdraganda atkvæðagreiðslu málefnalegar eru meiri líkur til að sátt geti tekist um raunhæf samningsmarkmið. En þjóðaratkvæði verður að fara fram úr því sem komið er. Höfundur er prófessor á eftirlaunum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar