Á forseti að hafa neitunarvald? 9. janúar 2010 06:00 Ef alþingi nemur öðru sinni úr gildi lög sem forseti hefur synjað staðfestingar er það í raun hægt og rólega að afhenda forseta neitunarvald sem konungur hafði fyrir hundrað árum, vald sem stjórnarskráin færði frá þjóðhöfðingja til þjóðar til nota í neyð. Er það vilji alþingis? Ég tel að ákvörðun forsetans hafi verið hörmuleg mistök og illa rökstudd. Vísað er til að vilji alþingis sé annar en samþykkt þess og hamrað á því að allir stjórnmálaflokkar vilji að við borgum, en beint og óbeint er vísað til skoðanakannana og vinalista Varnarliðsins. Er víst að allt það fólk sem þar er á móti lögum vilji borga? Óvíst virðist að allir þingmenn vilji það. Nú er sem hland hafi hlaupið fyrir hjarta þeirra sem hæst og oftast sögðu nei fyrir áramótin. Þau vilja sættir. Um hvað? Líklega um þverpólitíska samninganefnd, en hvernig ætti að móta samningsmarkmiðin? Yrði það nokkuð annað en endurtekning á skrípaleiknum frá síðasta sumri, þegar stjórnarandstaða utan og innan stjórnarflokka knúði fram ákvæði sem vita mátti að aldrei næðu fram að ganga – og sat þó hjá að lokum? Segir nú að sterkara sé að sameinað þing standi að baki tillögum. Ég efast ekki um að ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sem ég tel sómafólk trúi því sem þau segja, að við getum ekki ráðið við samninginn sem lögin miðast við. En ég trúi betur hagfræðingum eins og Friðrik Má Baldurssyni, Guðmundi Ólafssyni, Gylfa Magnússyni, Gylfa Zoëga, Þorvaldi Gylfasyni og Þórólfi Matthíassyni, sem segja hið gagnstæða. Miklu skiptir hvort við málum fjandann á vegginn eða höfum trú á getu þjóðarinnar til að rífa sig upp. Sættir eru góðar og bæði stuðningsmenn og andstæðingar geta sýnt sáttavilja sinn í aðdraganda þjóðaratkvæðis. Stuðningsmenn með því að hætta að tala um hvaða stjórnmálaöfl beri ábyrgð á hruninu og einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að samþykkja lögin. Andstæðingar með því að hætta að væna samninganefndir og ríkisstjórn um vanhæfni og undirlægjuhátt og aðrar þjóðir um illan vilja en einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að hafna lögunum. Enn hef ég hvergi séð skýra grein gerða fyrir muninum á fyrri lögum og þeim nýju. Hafi mér sést yfir eitthvað á það sjálfsagt við fleiri. Verði lögin samþykkt er því þrasinu vonandi lokið um sinn, en væntanlega munu öll stjórnmálaöfl vakandi fyrir því að leita endurbóta þegar viðrar til slíkra samninga. Verði lögunum hafnað, sem hamingjan forði okkur frá, þarf að reyna nýja samninga. Verði umræður í aðdraganda atkvæðagreiðslu málefnalegar eru meiri líkur til að sátt geti tekist um raunhæf samningsmarkmið. En þjóðaratkvæði verður að fara fram úr því sem komið er. Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ef alþingi nemur öðru sinni úr gildi lög sem forseti hefur synjað staðfestingar er það í raun hægt og rólega að afhenda forseta neitunarvald sem konungur hafði fyrir hundrað árum, vald sem stjórnarskráin færði frá þjóðhöfðingja til þjóðar til nota í neyð. Er það vilji alþingis? Ég tel að ákvörðun forsetans hafi verið hörmuleg mistök og illa rökstudd. Vísað er til að vilji alþingis sé annar en samþykkt þess og hamrað á því að allir stjórnmálaflokkar vilji að við borgum, en beint og óbeint er vísað til skoðanakannana og vinalista Varnarliðsins. Er víst að allt það fólk sem þar er á móti lögum vilji borga? Óvíst virðist að allir þingmenn vilji það. Nú er sem hland hafi hlaupið fyrir hjarta þeirra sem hæst og oftast sögðu nei fyrir áramótin. Þau vilja sættir. Um hvað? Líklega um þverpólitíska samninganefnd, en hvernig ætti að móta samningsmarkmiðin? Yrði það nokkuð annað en endurtekning á skrípaleiknum frá síðasta sumri, þegar stjórnarandstaða utan og innan stjórnarflokka knúði fram ákvæði sem vita mátti að aldrei næðu fram að ganga – og sat þó hjá að lokum? Segir nú að sterkara sé að sameinað þing standi að baki tillögum. Ég efast ekki um að ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sem ég tel sómafólk trúi því sem þau segja, að við getum ekki ráðið við samninginn sem lögin miðast við. En ég trúi betur hagfræðingum eins og Friðrik Má Baldurssyni, Guðmundi Ólafssyni, Gylfa Magnússyni, Gylfa Zoëga, Þorvaldi Gylfasyni og Þórólfi Matthíassyni, sem segja hið gagnstæða. Miklu skiptir hvort við málum fjandann á vegginn eða höfum trú á getu þjóðarinnar til að rífa sig upp. Sættir eru góðar og bæði stuðningsmenn og andstæðingar geta sýnt sáttavilja sinn í aðdraganda þjóðaratkvæðis. Stuðningsmenn með því að hætta að tala um hvaða stjórnmálaöfl beri ábyrgð á hruninu og einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að samþykkja lögin. Andstæðingar með því að hætta að væna samninganefndir og ríkisstjórn um vanhæfni og undirlægjuhátt og aðrar þjóðir um illan vilja en einbeita sér að því að rökstyðja af hverju við ættum að hafna lögunum. Enn hef ég hvergi séð skýra grein gerða fyrir muninum á fyrri lögum og þeim nýju. Hafi mér sést yfir eitthvað á það sjálfsagt við fleiri. Verði lögin samþykkt er því þrasinu vonandi lokið um sinn, en væntanlega munu öll stjórnmálaöfl vakandi fyrir því að leita endurbóta þegar viðrar til slíkra samninga. Verði lögunum hafnað, sem hamingjan forði okkur frá, þarf að reyna nýja samninga. Verði umræður í aðdraganda atkvæðagreiðslu málefnalegar eru meiri líkur til að sátt geti tekist um raunhæf samningsmarkmið. En þjóðaratkvæði verður að fara fram úr því sem komið er. Höfundur er prófessor á eftirlaunum.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar