Handbolti

Gensheimer ekki með gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Uwe Gensheimer í leik með þýska landsliðinu á dögunum.
Uwe Gensheimer í leik með þýska landsliðinu á dögunum. Nordic Photos / Bongarts
Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, verður ekki með þýska landsliðinu sem mætir Íslandi í æfingaleik í dag vegna meiðsla.

Gensheimer hitti lækni í gær og eftir það var ljóst að hann gæti ekki spilað í dag. Þó er enn möguleiki á að hann komi við sögu þegar liðin mætast aftur á morgun.

Leikurinn í dag hefst klukkan 17.45 og verður í beinni útsendingu á Rúv. Leikurinn á morgun hefst svo klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×