Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 11:31 Haukur Þrastarson hefur komið með beinum hætti að 49 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/vilhelm Enginn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu tímabili en Haukur Þrastarson. Haukur gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Dinamo Búkarest í sumar og hefur farið vel af stað í gula búningnum. Í sex leikjum í þýsku deildinni hefur Haukur skorað tuttugu mörk og gefið 29 stoðsendingar, flestar allra. Haukur er efstur á stoðsendingalistanum með þriggja stoðsendinga forskot á Niels Geradus Versteijnen hjá Lemgo. Mathias Gidsel, leikmaður meistara Füchse Berlin, og Marian Michalczik hjá Hannover-Burgdorf deila 3. sætinu með 25 stoðsendingar. Eftir heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Haukur átti ekki sína bestu leiki, sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson að Selfyssingurinn þyrfti að komast í sterkari deild en þá rúmensku, helst í eina af þremur sterkustu deildum heims og spila reglulega þar til að taka næsta skref. Þegar greint hafði verið frá yfirvofandi vistaskiptum Hauks lýsti Snorri yfir ánægju sinni með þau og taldi landsliðsmanninn hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég sem landsliðsþjálfari er mjög ánægður með þau og held að þetta sé hárrétt skref hjá honum að færa sig í Rhein-Neckar Löwen og í þessa deild. Ég kom inn á það og ræddi það líka við Hauk,“ sagði Snorri sem spilaði sjálfur með Löwen um tíma. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er í 7. sæti á stoðsendingalistanum en hann hefur gefið tuttugu stoðsendingar í fimm leikjum fyrir Magdeburg. Viggó Kristjánsson, leikmaður Erlangen, er í 19. sæti listans með sautján stoðsendingar í fjórum leikjum. Löwen er í 7. sæti þýsku deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað tveimur. Næsti leikur þess er gegn Flensburg í þýsku bikarkeppninni í dag. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33 Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Haukur gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Dinamo Búkarest í sumar og hefur farið vel af stað í gula búningnum. Í sex leikjum í þýsku deildinni hefur Haukur skorað tuttugu mörk og gefið 29 stoðsendingar, flestar allra. Haukur er efstur á stoðsendingalistanum með þriggja stoðsendinga forskot á Niels Geradus Versteijnen hjá Lemgo. Mathias Gidsel, leikmaður meistara Füchse Berlin, og Marian Michalczik hjá Hannover-Burgdorf deila 3. sætinu með 25 stoðsendingar. Eftir heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Haukur átti ekki sína bestu leiki, sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson að Selfyssingurinn þyrfti að komast í sterkari deild en þá rúmensku, helst í eina af þremur sterkustu deildum heims og spila reglulega þar til að taka næsta skref. Þegar greint hafði verið frá yfirvofandi vistaskiptum Hauks lýsti Snorri yfir ánægju sinni með þau og taldi landsliðsmanninn hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég sem landsliðsþjálfari er mjög ánægður með þau og held að þetta sé hárrétt skref hjá honum að færa sig í Rhein-Neckar Löwen og í þessa deild. Ég kom inn á það og ræddi það líka við Hauk,“ sagði Snorri sem spilaði sjálfur með Löwen um tíma. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er í 7. sæti á stoðsendingalistanum en hann hefur gefið tuttugu stoðsendingar í fimm leikjum fyrir Magdeburg. Viggó Kristjánsson, leikmaður Erlangen, er í 19. sæti listans með sautján stoðsendingar í fjórum leikjum. Löwen er í 7. sæti þýsku deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað tveimur. Næsti leikur þess er gegn Flensburg í þýsku bikarkeppninni í dag.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33 Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33
Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33