Innlent

Óvíst hver verður næsti borgarstjóri Reykvíkinga

Óvíst er hver verður næsti borgarstjóri Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta en vantaði bara einn mann upp á. Tæplega 86.000 manns voru á kjörskrá í Reykjavík. Um 77% kjósenda greiddu atkvæði í kosningunum sem er um 7% minni kjörsókn en í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Fyrirfram var ljóst að breytingar yrðu þar sem R-listinn bauð ekki fram eftir að hafa ríkt í Ráðhúsi Reykjavíkur frá árinu 1994.

- og Sjálfstæðismenn sáu loks fram á að geta komist aftur að í borginni eftir að hafa horft á R-listann stýra í tólf ár.

Fyrstu tölur komu fljótlega eftir að kjörstöðum lokaði klukkan tíu og sýndu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk sjö menn kjörna og vantaði bara einn mann upp á að fá annan mann inn. Svo fór þó ekki en Sjálfstæðismenn höfðu engu að síður ástæðu til að gleðajst eftir að hafa bætt við sig manni.

Lokaniðurstöður urðu.



Framsóknarflokkur            4056  6,14%

Sjálfstæðisflokkur                27823  42,13%

Frálslyndir og óháðir           6527  9,88%

Samfylkingin                      17750  26,88%

Vinstri-grænir                      8739  13,23%

Ef fylgi flokkanna er borið saman við sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 sést að Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um tæp tvö prósent frá síðustu kosningum. Þó Sjálfstæðisflokkurinn sé að bæta við sig manni er flokkurinn ekki að fá nema 300 fleiri atkvæði.

Ef samanlagt fylgi þeirra flokka sem stóðu á bak við R-listann er skoðað sést að þeir tapa um 6% fylgi.  F-listi Frjálslyndra og óháðra bætir við sig tæplega 4% fylgi.

Í niðurstöðum skoðanakannana dagana fyrir kosningar var á reiki hvort að Framsóknarflokkurinn fengi mann inn og Björn Ingi því sáttur með sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×