Steingrímur segir að afgreiðslu fjárlaga sé stefnt í hættu Höskuldur Kári Schram skrifar 4. desember 2012 12:02 Steingrímur J. Sigfússon er ósáttur við framgöngu stjórnarandstöðunnar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, segir að málþóf sjálfstæðis- og framsóknarmanna í umræðu um fjárlagafrumvarpið stofni afgreiðslu þessi í hættu og sé án fordæma í þingsögunni. Setja þurfi íslenska ríkinu fjárlög svo hægt verði að borga út laun í janúar. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur nú staðið yfir fjóra daga. Hlé var gert á umræðunni klukkan hálf þrjú í nótt en þingfundi verður framhaldið í dag. Stjórnarliðar hafa sakað sjálfstæðis- og framsóknarmenn um að halda uppi málþófi. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, segir þetta vera án fordæma í þingsögunni. „Það er augljóst hverjum manni að við erum komin út í nýja algerlega nýja hluti þar sem fjárlagafrumvarpið er tekið í gíslingu og þar stendur yfir málþóf, dag eftir dag eftir dag. það hefur aldrei áður gerst svo ég viti til og man ég nokkur ár afturábak í þingsögunni eins og kunnugt er," segir Steingrímur. Hér sé verið að ræða um fjárlagafrumvarp sem ætti að vera okkur öllum fagnaðarefni og við ættum að ræða með bros á vör. „Þar sem hallinn er nánast horfinn, kominn niður í 0,1 - 0,2 prósent af vergri landsframleiðslu, enda sést það meðal annars á því að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur leggur fram eina einustu breytingartillögu en samt röfla þeir um þetta sólarhringum saman. Þetta er ekki boðlegt og þetta hefur aldrei áður verið gert," segir Steingrímur. Steingrímur segir að staðan sé alvarleg. „Það vita það allir að það þarf að setja íslenska ríkinu fjárlög fyrir áramót þannig að hægt verði að borga hér út laun 1. janúar og svo framvegis, það hefur aldrei áður á Íslandi verið svo óábyrg stjórnarandstaða að hún stofni afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í hættu eða setji það í uppnám. Það mun þessi auðvitað ekki gera. Hún mun gefast upp og játa sig sigraða," segir Steingrímur. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, segir að málþóf sjálfstæðis- og framsóknarmanna í umræðu um fjárlagafrumvarpið stofni afgreiðslu þessi í hættu og sé án fordæma í þingsögunni. Setja þurfi íslenska ríkinu fjárlög svo hægt verði að borga út laun í janúar. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur nú staðið yfir fjóra daga. Hlé var gert á umræðunni klukkan hálf þrjú í nótt en þingfundi verður framhaldið í dag. Stjórnarliðar hafa sakað sjálfstæðis- og framsóknarmenn um að halda uppi málþófi. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, segir þetta vera án fordæma í þingsögunni. „Það er augljóst hverjum manni að við erum komin út í nýja algerlega nýja hluti þar sem fjárlagafrumvarpið er tekið í gíslingu og þar stendur yfir málþóf, dag eftir dag eftir dag. það hefur aldrei áður gerst svo ég viti til og man ég nokkur ár afturábak í þingsögunni eins og kunnugt er," segir Steingrímur. Hér sé verið að ræða um fjárlagafrumvarp sem ætti að vera okkur öllum fagnaðarefni og við ættum að ræða með bros á vör. „Þar sem hallinn er nánast horfinn, kominn niður í 0,1 - 0,2 prósent af vergri landsframleiðslu, enda sést það meðal annars á því að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur leggur fram eina einustu breytingartillögu en samt röfla þeir um þetta sólarhringum saman. Þetta er ekki boðlegt og þetta hefur aldrei áður verið gert," segir Steingrímur. Steingrímur segir að staðan sé alvarleg. „Það vita það allir að það þarf að setja íslenska ríkinu fjárlög fyrir áramót þannig að hægt verði að borga hér út laun 1. janúar og svo framvegis, það hefur aldrei áður á Íslandi verið svo óábyrg stjórnarandstaða að hún stofni afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í hættu eða setji það í uppnám. Það mun þessi auðvitað ekki gera. Hún mun gefast upp og játa sig sigraða," segir Steingrímur.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði