Erlent

Hollywoodleikarinn Ernst Borgnine er látinn

Hollywoodleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Ernst Borgnine er látinn 95 ára að aldri. Dánarmein hans var nýrnabilun.

Hann á að baki hlutverk í fjölda mynda og sjónvarpsþátta en Óskarinn fékk hann fyrir túlkun sína á feimnum slátrara í myndinni Marty árið 1955.

Meðal þekktari mynda sem Borgnine lék í á síðari tímum má nefna The Wild Bunch og The Dirty Dozen.

Borgnine var sjóliði í bandaríska flotanum áður en hann hóf leiklistarferil sinn árið 1951. Hann giftist fimm sinnum á ævinni og lætur eftir sig fjögur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×