Stríðsæsingur og einhliða fréttaflutningur Jón Ólafsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Ég hef fylgst daglega með rússneskum fjölmiðlum í allmörg ár og ég veit nokkuð vel hvar línurnar liggja í málum sem hafa verið til umræðu í Rússlandi árum saman. Eitt slíkra mála er Krímskaginn. Umræður um framtíð hans hafa endurtekið sig á opinberum vettvangi aftur og aftur í gegnum tíðina og alltaf verið á sömu lund: Yfirgnæfandi meirihluti Rússa telur að ríkið eigi að gera tilkall til hans. Eins og við höfum séð síðustu vikur beita rússnesk stjórnvöld allskyns rökum til að styðja þá skoðun á alþjóðavettvangi. Þegar maður segir frá slíkum viðhorfum eða reynir að skýra þau, gerist það stundum að hlustendur telja að markmiðið sé að réttlæta þau. Fréttamenn verða iðulega fyrir þessu: Þegar Ríkisútvarpið sagði ítarlegar fréttir af makríldeilunni fyrir nokkrum vikum var kvartað yfir því að það væri að „flytja málstað Norðmanna“.Fráleitt Þröstur Ólafsson fellur í þessa gildru í grein í Fréttablaðinu í gær þar sem hann heldur því fram að með því að segja í fréttaviðtali frá sjónarmiðum sem ég þekki vel og skipta máli, hafi ég fallist á og reynt að réttlæta þau. Þetta er svo fráleitt að ég ætla ekki að svara því. Bendi Þresti bara á vef RÚV og bið hann að hlusta betur. Var ekki klisjan eitthvað á þá leið að sannleikurinn væri fyrsta fórnarlambið í stríði? Í kringum Úkraínudeiluna hefur myndast stríðsæsingur. Hann birtist meðal annars í því að ráðist er á þá sem reyna að draga fram mikilvægar hliðar málsins. Rússneskir fjölmiðlar, sérstaklega sjónvarpið, eru fullir af einhliða og heimskulegum áróðri þessa dagana þar sem stjórnvöldum í Kiev er lýst sem fasistum og ofbeldismönnum og hæðst að öllum samskiptum Úkraínu við umheiminn. En sama sjáum við hinumegin. Stöðugar fréttir eru af því að Rússar séu að undirbúa allsherjar stríð gegn nágrönnum sínum, menn velta vöngum yfir því hvað Pútín „ætli sér“ eins og í Kreml sé verið að leggja á ráðin um heimsstyrjöld. Það hjálpar öllum að skilja hvað er að gerast að sagt sé frá sem flestum hliðum mála. En því miður er alltaf við því að búast að sumir misskilji og haldi að það sé sami hlutur að segja frá viðhorfi og að réttlæta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst daglega með rússneskum fjölmiðlum í allmörg ár og ég veit nokkuð vel hvar línurnar liggja í málum sem hafa verið til umræðu í Rússlandi árum saman. Eitt slíkra mála er Krímskaginn. Umræður um framtíð hans hafa endurtekið sig á opinberum vettvangi aftur og aftur í gegnum tíðina og alltaf verið á sömu lund: Yfirgnæfandi meirihluti Rússa telur að ríkið eigi að gera tilkall til hans. Eins og við höfum séð síðustu vikur beita rússnesk stjórnvöld allskyns rökum til að styðja þá skoðun á alþjóðavettvangi. Þegar maður segir frá slíkum viðhorfum eða reynir að skýra þau, gerist það stundum að hlustendur telja að markmiðið sé að réttlæta þau. Fréttamenn verða iðulega fyrir þessu: Þegar Ríkisútvarpið sagði ítarlegar fréttir af makríldeilunni fyrir nokkrum vikum var kvartað yfir því að það væri að „flytja málstað Norðmanna“.Fráleitt Þröstur Ólafsson fellur í þessa gildru í grein í Fréttablaðinu í gær þar sem hann heldur því fram að með því að segja í fréttaviðtali frá sjónarmiðum sem ég þekki vel og skipta máli, hafi ég fallist á og reynt að réttlæta þau. Þetta er svo fráleitt að ég ætla ekki að svara því. Bendi Þresti bara á vef RÚV og bið hann að hlusta betur. Var ekki klisjan eitthvað á þá leið að sannleikurinn væri fyrsta fórnarlambið í stríði? Í kringum Úkraínudeiluna hefur myndast stríðsæsingur. Hann birtist meðal annars í því að ráðist er á þá sem reyna að draga fram mikilvægar hliðar málsins. Rússneskir fjölmiðlar, sérstaklega sjónvarpið, eru fullir af einhliða og heimskulegum áróðri þessa dagana þar sem stjórnvöldum í Kiev er lýst sem fasistum og ofbeldismönnum og hæðst að öllum samskiptum Úkraínu við umheiminn. En sama sjáum við hinumegin. Stöðugar fréttir eru af því að Rússar séu að undirbúa allsherjar stríð gegn nágrönnum sínum, menn velta vöngum yfir því hvað Pútín „ætli sér“ eins og í Kreml sé verið að leggja á ráðin um heimsstyrjöld. Það hjálpar öllum að skilja hvað er að gerast að sagt sé frá sem flestum hliðum mála. En því miður er alltaf við því að búast að sumir misskilji og haldi að það sé sami hlutur að segja frá viðhorfi og að réttlæta það.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar