Kæra ríkisstjórn og aðrir þingmenn Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir skrifar 30. júlí 2014 11:22 Við undirritaðar, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, verkefnastýrur Tabú, viljum skora á ykkur að leggja allt ykkar að mörkum til þess að stuðla að friði og binda enda á það mikla ofbeldi, átök og morð sem á sér stað á Gaza svæðinu. Jafnframt að þrýsta á hjálparstofnanir og stjórnvöld í Ísrael og Palestínu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda sérstaklega fatlað fólk á svæðinu. Fatlað fólk verður fyrir enn frekari áhrifum af vopnuðum átökum en ófatlað fólk sökum óaðgengilegra björgunaraðgerða og öryggisráðstafana ásamt því sem það hefur ekki sömu möguleika til þess að nýta sér heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og öðlast sjálfstæði á ný og/eða ná bata. Sameiginleg reynsla fatlaðs fólks sem býr við vopnuð átök sýnir að meiri líkur eru á að það sé skilið eftir við björgunaraðgerðir eða yfirgefið af fjölskyldum sem eru að reyna að bjarga sér í stórhættulegum og flóknum aðstæðum. Meiri líkur eru á að það fái ekki upplýsingar um hvað á sér stað eða hvert það getur leitað. Flest hjúkrunarrými, athvörf og flóttamannabúðir eru ekki aðgengilegar fyrir fatlað fólk sem stuðlar oft að því að hópnum er vísað frá. Margt fatlað fólk glatar jafnframt hjálpartækjum sínum, t.d. hjólastólum, hækjum, spelkum og öndunarvélum í kjölfar vopnaðra átaka. Ástvinamissir og aðskilnaður frá fjölskyldumeðlimum hefur jafnan meiri áhrif á fatlað fólk en ófatlað fólk því það er oftar háð fólkinu í nærumhverfi sínu um aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að nálgast heilsugæslu, mat og athvörf, sem er forsenda þess að lifa af. Fatlaðar konur, fötluð börn og fatlað aldrað fólk er í stóraukinni hættu umfram aðra og þurfa sérstaka vernd á svæðum þar sem eru vopnuð átök. Samkvæmt 11. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur einungis undirritað en Ísrael bæði undirritað og fullgilt, kemur fram að „aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum“. Samningurinn segir jafnfram að aðildarríkin viðurkenni að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis og utan, að verða þolendur ofbeldis, t.d. meiðsla, misþyrminga, vanrækslu og illrar meðferðar. Rannsóknir, m.a. norskar, sýna að þrátt fyrir að hjálparstofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, í stríðshrjáðum ríkjum leggi sig fram um að setja stefnur um hvernig skuli vernda fatlað fólk sérstaklega, tekst oft illa að fylgja þeim eftir. Bæði hvað varðar vernd fatlaðs fólks gegn vopnuðum átökum en janfrant hvað varðar stuðning og úrræði fyrir fólk sem slasast og fatlast í stríðsátökum. Almennt er talið að fyrir hvert barn sem lætur lífið í vopnuðum átökum fatlist 100 börn varanlega. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna 28. júlí sl. hafa um 230 börn látið lífið á Gaza svæðinu. Má því áætla að um 2.300 börn hafi fatlast varanlega vegna stríðsátakana nú þegar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um það í 33. grein að aðildarríkin viðurkenni mikilvægi alþjóðlegs samstarfs með það að markmiði að tilgangur og markmið samningsins nái fram að ganga alþjóðlega. Þó það verði seint hægt að segja að Ísland sé fyrirmyndarríki þegar kemur að stöðu mannréttinda fatlaðra Íslendinga er ljóst að það getur lagt sitt að mörkum við að þrýsta á að fatlað fólk á Gaza svæðinu njóti þeirrar verndar sem alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Rannsóknir sýna að forsenda þess að bæta öryggi fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir sé að fatlað fólk sjálft, einkum konur, taki virkan þátt í og hafa áhrif á gerð allra öryggisáætlanna. Jafnframt að það sé haft fullt samráð við það þegar unnið er að því að byggja samfélagið upp á ný og bæta úr þeim skaða sem stríðsátökin valda. Á þetta við bæði í persónulegum málum en einnig á pólitískum vettvangi. Hér má finna þriggja mínútna langt viðtal við fatlaða konu frá Bangladesh sem lýsir vel mikilvægi þess að huga sérstaklega að stöðu fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir: http://www.cbm.org/Disaster-Reduction-Meet-Kazol,-disaster-prepared--427283.php Við hvetjum ykkur til þess að gefast ekki upp gagnvart því yfirþyrmandi ástandi sem ríkir á Gaza svæðinu. Við erum friðsöm þjóð og eigum að nota þá sérstöðu okkar til þess að hafa áhrif alþjóðlega. Við erum þátttakendur í ofbeldinu og átökunum ef við gerum ekki allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir það. Allt fólk á rétt á því að lifa í friði og án ofbeldis. Fatlað fólk, af hvaða kyni og aldri sem er, á aldrei að vera þar undanskilið. Öll erum við manneskjur og líf okkar því jafn dýrmætt og mikilvægt - hvar í heiminum sem við erum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við undirritaðar, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, verkefnastýrur Tabú, viljum skora á ykkur að leggja allt ykkar að mörkum til þess að stuðla að friði og binda enda á það mikla ofbeldi, átök og morð sem á sér stað á Gaza svæðinu. Jafnframt að þrýsta á hjálparstofnanir og stjórnvöld í Ísrael og Palestínu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vernda sérstaklega fatlað fólk á svæðinu. Fatlað fólk verður fyrir enn frekari áhrifum af vopnuðum átökum en ófatlað fólk sökum óaðgengilegra björgunaraðgerða og öryggisráðstafana ásamt því sem það hefur ekki sömu möguleika til þess að nýta sér heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og öðlast sjálfstæði á ný og/eða ná bata. Sameiginleg reynsla fatlaðs fólks sem býr við vopnuð átök sýnir að meiri líkur eru á að það sé skilið eftir við björgunaraðgerðir eða yfirgefið af fjölskyldum sem eru að reyna að bjarga sér í stórhættulegum og flóknum aðstæðum. Meiri líkur eru á að það fái ekki upplýsingar um hvað á sér stað eða hvert það getur leitað. Flest hjúkrunarrými, athvörf og flóttamannabúðir eru ekki aðgengilegar fyrir fatlað fólk sem stuðlar oft að því að hópnum er vísað frá. Margt fatlað fólk glatar jafnframt hjálpartækjum sínum, t.d. hjólastólum, hækjum, spelkum og öndunarvélum í kjölfar vopnaðra átaka. Ástvinamissir og aðskilnaður frá fjölskyldumeðlimum hefur jafnan meiri áhrif á fatlað fólk en ófatlað fólk því það er oftar háð fólkinu í nærumhverfi sínu um aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að nálgast heilsugæslu, mat og athvörf, sem er forsenda þess að lifa af. Fatlaðar konur, fötluð börn og fatlað aldrað fólk er í stóraukinni hættu umfram aðra og þurfa sérstaka vernd á svæðum þar sem eru vopnuð átök. Samkvæmt 11. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur einungis undirritað en Ísrael bæði undirritað og fullgilt, kemur fram að „aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, að meðtöldum vopnuðum átökum, neyðarástandi sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamförum“. Samningurinn segir jafnfram að aðildarríkin viðurkenni að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis og utan, að verða þolendur ofbeldis, t.d. meiðsla, misþyrminga, vanrækslu og illrar meðferðar. Rannsóknir, m.a. norskar, sýna að þrátt fyrir að hjálparstofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins, í stríðshrjáðum ríkjum leggi sig fram um að setja stefnur um hvernig skuli vernda fatlað fólk sérstaklega, tekst oft illa að fylgja þeim eftir. Bæði hvað varðar vernd fatlaðs fólks gegn vopnuðum átökum en janfrant hvað varðar stuðning og úrræði fyrir fólk sem slasast og fatlast í stríðsátökum. Almennt er talið að fyrir hvert barn sem lætur lífið í vopnuðum átökum fatlist 100 börn varanlega. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna 28. júlí sl. hafa um 230 börn látið lífið á Gaza svæðinu. Má því áætla að um 2.300 börn hafi fatlast varanlega vegna stríðsátakana nú þegar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um það í 33. grein að aðildarríkin viðurkenni mikilvægi alþjóðlegs samstarfs með það að markmiði að tilgangur og markmið samningsins nái fram að ganga alþjóðlega. Þó það verði seint hægt að segja að Ísland sé fyrirmyndarríki þegar kemur að stöðu mannréttinda fatlaðra Íslendinga er ljóst að það getur lagt sitt að mörkum við að þrýsta á að fatlað fólk á Gaza svæðinu njóti þeirrar verndar sem alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Rannsóknir sýna að forsenda þess að bæta öryggi fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir sé að fatlað fólk sjálft, einkum konur, taki virkan þátt í og hafa áhrif á gerð allra öryggisáætlanna. Jafnframt að það sé haft fullt samráð við það þegar unnið er að því að byggja samfélagið upp á ný og bæta úr þeim skaða sem stríðsátökin valda. Á þetta við bæði í persónulegum málum en einnig á pólitískum vettvangi. Hér má finna þriggja mínútna langt viðtal við fatlaða konu frá Bangladesh sem lýsir vel mikilvægi þess að huga sérstaklega að stöðu fatlaðs fólks á svæðum þar sem vopnuð átök og neyðarástand ríkir: http://www.cbm.org/Disaster-Reduction-Meet-Kazol,-disaster-prepared--427283.php Við hvetjum ykkur til þess að gefast ekki upp gagnvart því yfirþyrmandi ástandi sem ríkir á Gaza svæðinu. Við erum friðsöm þjóð og eigum að nota þá sérstöðu okkar til þess að hafa áhrif alþjóðlega. Við erum þátttakendur í ofbeldinu og átökunum ef við gerum ekki allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir það. Allt fólk á rétt á því að lifa í friði og án ofbeldis. Fatlað fólk, af hvaða kyni og aldri sem er, á aldrei að vera þar undanskilið. Öll erum við manneskjur og líf okkar því jafn dýrmætt og mikilvægt - hvar í heiminum sem við erum.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun