Innlent

30 starfsmönnum sagt upp hjá Ölgerðinni

Ölgerðin.
Ölgerðin.

Ölgerðin hefur sagt upp rúmlega 30 starfsmönnum frá og með þeim mánaðamótum sem nú ganga í garð.

„Auk almennra efnahagsþrenginga takast íslensk iðnfyrirtæki nú á við auknar skattaálögur sem þýða verulegan samdrátt á markaði," segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.

Þar að auki glíma mörg þeirra nú jafnframt við hærri vörugjöld og virðisaukaskatt.

„Þegar ítrekað er höggvið í sama knérunn getur Ölgerðin því miður ekki umflúið breytingar til að mæta þeirri stöðu og neyðist til að segja upp mörgu góðu starfsfólki, sumu hverju með áratuga starfsaldur hjá fyrirtækinu," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×