Innlent

Ökumenn undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn sem grunaðir eru um að aka undir áhrifum fíkniefna. Annar var á Breiðholstbraut en hinn í Kjalarvogi. Þá var einn var tekinn á Ártúnshöfða vegna gruns um ölvun við akstur.

Um klukkan tíu í gærkveldi var tilkynnt um að ekið hafi verið á konu í Grafarvogi og hafði gerandi ekið í burtu. Sjúkrabifreið var send á vettvang en konan var svo til óslösuð og þurfti ekki aðstoð. Málið var kannað frekar af lögreglu en málavextir eru enn óljósir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×