Geðheilbrigði skiptir máli – ákall stúdenta til Háskólans á Akureyri Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 09:24 Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun