Allt um sigurgöngu Houston Rockets 19. mars 2008 19:22 Tracy McGrady og félagar hafa ritað nafn sitt í sögubækur NBA NordcPhotos/GettyImages Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar. Jafnræði var með Houston og Boston framan af rimmu þeirra í nótt, en þarna mættust tvö af bestu liðum NBA deildarinnar í dag ef marka má stöðu þeirra. Houston sat í toppsæti Vesturdeildarinnar og Boston er langefst í austrinu - og með besta árangurinn í allri deildinni. Í síðari hálfleik komu þeir grænklæddu þó mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sannfærandi sigur - aðeins sólarhring eftir að hafa lagt meistara San Antonio á þeirra heimavelli. "Þetta Boston lið er að spila besta varnarleik sem ég hef orðið vitni að síðan ég kom inn í deildina," sagði Tracy McGrady, aðalstjarna Houston, sem náði sér ekki á strik í leiknum í gær. Með sigrinum í gærkvöld varð Boston fyrsta liðið í þrjú ár til að vinna tvo útisigra í röð á tveimur dögum í Texas, en það er jafnan ekki öfundsvert hlutskipti fyrir lið að fara í "Texas-þríhyrninginn" svokallaða og spila við Houston, San Antonio og Dallas. Houston hafði fyrir leikinn í gær unnið 22 leiki í röð sem er næstlengasta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Liðið hafði ekki tapað leik síðan það lá heima fyrir Utah þann 27. janúar Houston hafði unnið 15 leiki í röð á heimavelli sínum og er það næst lengsta rispa liðsins á heimavelli í sögu félagsins - það vann 20 leiki í röð heima fyrir rúmum tveimur áratugum. Sigurganga Houston er sú lengsta í NBA deildinni í hátt í fjóra áratugi og hafa liðin sem náð hafa viðlíka rispum á síðustu áratugum öll náð að vinna NBA meistaratitilinn vorið eftir sigurgöngur sínar. Houston var fyrir tveimur mánuðum ekki nefnt til sögunnar þegar talað var um sigurstranglegustu liðin í úrslitakeppninni í sumar og sérstaklega ekki eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist þegar nokkuð var liðið á sigurgöngu Houston fyrir nokkrum vikum. Áður en sigurganga liðsins hófst seint í janúar var útlit fyrir að Houston kæmist ekki í úrslitakeppnina, en nú er liðið í bullandi baráttu um efsta sætið í Vesturdeildinni. Það er ef til vill til marks um það hve hörð baráttan er í Vesturdeildinni að ekkert má útaf bera hjá liðunum í toppbaráttunni til að þau hrökkvi niður um 3-4 sæti á aðeins tveimur dögum. Hér fyrir neðan má sjá lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA deildinni. Sigrar í röð - Lið - Ár 33- Lakers 1971-72 22- Rockets 2007-08 20- Bucks 1970-71 19- Lakers 1999-2000 18- Bulls 1995-96 18- Celtics 1981-82 18- Knicks 1969-70 Að lokum er hér samantekt yfir alla leiki Houston á sigurgöngunni sem spannar þrjá mánuði. Dags, mótherji, úrslit, (sigrar-töp), stigahæstur. @= útileikur JANÚAR: 29. Golden State W 111-107 (25-20) Y. Ming 36FEBRÚAR: 1 @ Indiana 106-103 (26-20) C. Landry 22 2 @ Milwaukee 91-83 (27-20) T. McGrady 33 4 @ Minnesota 92-86 (28-20) T. McGrady 26 7 Cleveland 92-77 (29-20) Y. Ming 22 9 Atlanta 108-89 (30-20) Y. Ming 28 11 Portland 95-83 (31-20) Y. Ming 25 13 Sacramento 89-87 (32-20) Y. Ming 25 19 @ Cleveland 93-85 (33-20) R. Alston 22 21 Miami 112-100 (34-20) T. McGrady 23 22 @ New Orleans 100-80 (35-20) T. McGrady 34 24 Chicago 110-97 (36-20) T. McGrady 24 26 Washington 94-69 (37-20) L. Head 18 29 Memphis 116-95 (38-20) T. McGrady 25MARS: 2 Denver 103-89 (39-20) T. McGrady 22 5 Indiana 117-99 (40-20) T. McGrady 25 6 @ Dallas 113-98 (41-20) T. McGrady 31 8 New Orleans 106-96 (42-20) T. McGrady 41 10 New Jersey 91-73 (43-20) T. McGrady 19 12 @ Atlanta 83-75 (44-20) T. McGrady 28 14 Charlotte 89-80 (45-20) T. McGrady 30 16 LA Lakers 104-92 (46-20) R. Alston 31 NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar. Jafnræði var með Houston og Boston framan af rimmu þeirra í nótt, en þarna mættust tvö af bestu liðum NBA deildarinnar í dag ef marka má stöðu þeirra. Houston sat í toppsæti Vesturdeildarinnar og Boston er langefst í austrinu - og með besta árangurinn í allri deildinni. Í síðari hálfleik komu þeir grænklæddu þó mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sannfærandi sigur - aðeins sólarhring eftir að hafa lagt meistara San Antonio á þeirra heimavelli. "Þetta Boston lið er að spila besta varnarleik sem ég hef orðið vitni að síðan ég kom inn í deildina," sagði Tracy McGrady, aðalstjarna Houston, sem náði sér ekki á strik í leiknum í gær. Með sigrinum í gærkvöld varð Boston fyrsta liðið í þrjú ár til að vinna tvo útisigra í röð á tveimur dögum í Texas, en það er jafnan ekki öfundsvert hlutskipti fyrir lið að fara í "Texas-þríhyrninginn" svokallaða og spila við Houston, San Antonio og Dallas. Houston hafði fyrir leikinn í gær unnið 22 leiki í röð sem er næstlengasta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Liðið hafði ekki tapað leik síðan það lá heima fyrir Utah þann 27. janúar Houston hafði unnið 15 leiki í röð á heimavelli sínum og er það næst lengsta rispa liðsins á heimavelli í sögu félagsins - það vann 20 leiki í röð heima fyrir rúmum tveimur áratugum. Sigurganga Houston er sú lengsta í NBA deildinni í hátt í fjóra áratugi og hafa liðin sem náð hafa viðlíka rispum á síðustu áratugum öll náð að vinna NBA meistaratitilinn vorið eftir sigurgöngur sínar. Houston var fyrir tveimur mánuðum ekki nefnt til sögunnar þegar talað var um sigurstranglegustu liðin í úrslitakeppninni í sumar og sérstaklega ekki eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist þegar nokkuð var liðið á sigurgöngu Houston fyrir nokkrum vikum. Áður en sigurganga liðsins hófst seint í janúar var útlit fyrir að Houston kæmist ekki í úrslitakeppnina, en nú er liðið í bullandi baráttu um efsta sætið í Vesturdeildinni. Það er ef til vill til marks um það hve hörð baráttan er í Vesturdeildinni að ekkert má útaf bera hjá liðunum í toppbaráttunni til að þau hrökkvi niður um 3-4 sæti á aðeins tveimur dögum. Hér fyrir neðan má sjá lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA deildinni. Sigrar í röð - Lið - Ár 33- Lakers 1971-72 22- Rockets 2007-08 20- Bucks 1970-71 19- Lakers 1999-2000 18- Bulls 1995-96 18- Celtics 1981-82 18- Knicks 1969-70 Að lokum er hér samantekt yfir alla leiki Houston á sigurgöngunni sem spannar þrjá mánuði. Dags, mótherji, úrslit, (sigrar-töp), stigahæstur. @= útileikur JANÚAR: 29. Golden State W 111-107 (25-20) Y. Ming 36FEBRÚAR: 1 @ Indiana 106-103 (26-20) C. Landry 22 2 @ Milwaukee 91-83 (27-20) T. McGrady 33 4 @ Minnesota 92-86 (28-20) T. McGrady 26 7 Cleveland 92-77 (29-20) Y. Ming 22 9 Atlanta 108-89 (30-20) Y. Ming 28 11 Portland 95-83 (31-20) Y. Ming 25 13 Sacramento 89-87 (32-20) Y. Ming 25 19 @ Cleveland 93-85 (33-20) R. Alston 22 21 Miami 112-100 (34-20) T. McGrady 23 22 @ New Orleans 100-80 (35-20) T. McGrady 34 24 Chicago 110-97 (36-20) T. McGrady 24 26 Washington 94-69 (37-20) L. Head 18 29 Memphis 116-95 (38-20) T. McGrady 25MARS: 2 Denver 103-89 (39-20) T. McGrady 22 5 Indiana 117-99 (40-20) T. McGrady 25 6 @ Dallas 113-98 (41-20) T. McGrady 31 8 New Orleans 106-96 (42-20) T. McGrady 41 10 New Jersey 91-73 (43-20) T. McGrady 19 12 @ Atlanta 83-75 (44-20) T. McGrady 28 14 Charlotte 89-80 (45-20) T. McGrady 30 16 LA Lakers 104-92 (46-20) R. Alston 31
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira