Innlent

Hringferð á fjarstýrðum bíl lokið

Leiðangursmenn með bílinn góða áður en lagt var af stað.
Leiðangursmenn með bílinn góða áður en lagt var af stað. MYND/Hörður

Leiðangursmenn sem óku fjarstýrðum bíl hringinn í kringum landið hafa lokið ferðinni en þeir komu í Tómstundahúsið klukkan hálf átta í kvöld. Sex manns voru í hópnum sem fylgdi bílnum og var lagt af stað klukkan hálf þrjú aðfararnótt sunnudagsins síðasta. Hringferðin tókst vonum framar að sögn bílstjóra bílsins.

Bjarki Steinar Hermannsson, bílstjórinn, sagði það hafa komið sér á óvart hve vandaður bíllinn er og að lítið hafi komið upp á í ferðinni. „Við lögðum af stað klukkan hálf þrjú aðfararnótt sunnudagsins og komum í hlað á slaginu hálfátta." Bjarki segir að meðalhraðinn á bílnum á leiðinni hafi verið á bilinu 47 til 52 kílómetrar á klukkustund. Sexmenningarnir sem fóru í ferðina voru auk Bjarka þau Helena Ósk Sigurðardóttir, Björn Kristinsson, Óttar Örn Johnson, Guðfinnur Eiríksson og Kristinn Pétursson.

Ferðin var farin til styrktar Rjóðursins, hvíldarheimilis fyrir langveik börn, og segist Bjarki aðspurður ekki hafa hugmynd um hvernig til hafi tekist við söfnunina. Hann segir styrktarsíma verða opinn fram að mánaðarmótum en einnig getur fólk lagt fram frjáls framlög í söfnunina.

Hægt er að leggja þúsund króna framlag til söfnunarinnar með því að hringja í styrktarsímann 901-5000.

Tekið er á móti frjálsum framlögum á reikning: 1152-15-200299.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×