Innlent

Kópavogsbær neitar að svara Mannlífi

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs.
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs.

Kópavogsbær hefur synjað beiðni tímaritsins Mannlífs um upplýsingar vegna viðskipta bæjarins við verktakafyrirtæki blaðið segir með ýmsum hætti tengjast Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. Þetta kemur fram á heimasíðu tímaritsins.

„Í synjunarbréfi Geirs Marelssonar lögfræðings er ýmsum ástæðum borið við svo sem að hugsanlega kunni að vera um einkahagi að ræða," segir á heimasíðu Mannlífs. Á síðunni segja Mannlífsmenn þann möguleika vera til staðar að blaðið kæri málið til úrskurðarnefndar upplýsingamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×