Meirihluti vill synjunarvaldið áfram hjá forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 11:30 Stefán Jón Hafstein, sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, er enn þeirra sem hefur verið nefndur sem kandídat í forsetaframboð, og hann virðist heitur, volgur í það minnsta. Sjö- af hverjum tíu Íslendingum vilja hafa synjunarvald á lögum hjá forseta Íslands að óbreyttu og þá telur sama hlutfall landsmanna óskýrt hvenær og hvers vegna forseti beitir þessu sama valdi. Þetta eru meðal þeirra niðurstaðna sem Stefán Jón Hafstein kynnti í Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun en hann hefur á síðustu vikum staðið fyrir könnun á hug fólks til forsetaembættisins. Stefán stofnaði hóp á Facebook undir heitinu „Hlutverk forseta“ sem umræðuvettvang þar sem fólk geti velt fyrir sér hlutverki forseta Íslands á næsta kjörtímabili áður en forsetakosningarnar yrðu persónugerðar. Í hópnum eru nú rúmlega 330 Íslendingar og eru þeir lungann af þeim 700 sem svöruðu spurningum Stefáns um forsetaembættið. Hann segir nauðsynlegt að taka niðurstöðunum með þeim fyrirvara að svörin koma frá einstaklingum sem höfðu áhuga á að svara, en ekki slembiúrtaki Íslendinga.Sjá einnig: Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Svörin gefa til kynna að um 80 prósent aðspurðra telja embættið mjög eða fremur áhrifamikið, þrátt fyrir það hafi í raun fáum formlegum skyldum að gegna og hlutverk þess sé lítið skilgreint. Átta af hverjum tíu Íslendingum vilja einnig að forseti Íslands beiti synjunarvaldi sínu varlega. Jafnframt vill meirihluti Íslendinga að valdið verði áfram í höndum forsetans en fari svo að gerðar verði stjórnarskrárbreytingar og þjóðinni veitt synjunarvald telur meirihluti að valdið eigi að vera bæði hjá þjóð og forseta. Hægt er að nálgast skjal með niðurstöðunum í heild á Fésbókarsíðunni „Hlutverk forseta”Vettvangur til að ræða embættiðStefán Jón sagðist í samtali við Vísi hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón taldi þannig upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ sagði Stefán Jón. Tengdar fréttir Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Forsetakosningar eru á næsta ári en enginn hefur enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. 13. október 2015 15:51 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Sjö- af hverjum tíu Íslendingum vilja hafa synjunarvald á lögum hjá forseta Íslands að óbreyttu og þá telur sama hlutfall landsmanna óskýrt hvenær og hvers vegna forseti beitir þessu sama valdi. Þetta eru meðal þeirra niðurstaðna sem Stefán Jón Hafstein kynnti í Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun en hann hefur á síðustu vikum staðið fyrir könnun á hug fólks til forsetaembættisins. Stefán stofnaði hóp á Facebook undir heitinu „Hlutverk forseta“ sem umræðuvettvang þar sem fólk geti velt fyrir sér hlutverki forseta Íslands á næsta kjörtímabili áður en forsetakosningarnar yrðu persónugerðar. Í hópnum eru nú rúmlega 330 Íslendingar og eru þeir lungann af þeim 700 sem svöruðu spurningum Stefáns um forsetaembættið. Hann segir nauðsynlegt að taka niðurstöðunum með þeim fyrirvara að svörin koma frá einstaklingum sem höfðu áhuga á að svara, en ekki slembiúrtaki Íslendinga.Sjá einnig: Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Svörin gefa til kynna að um 80 prósent aðspurðra telja embættið mjög eða fremur áhrifamikið, þrátt fyrir það hafi í raun fáum formlegum skyldum að gegna og hlutverk þess sé lítið skilgreint. Átta af hverjum tíu Íslendingum vilja einnig að forseti Íslands beiti synjunarvaldi sínu varlega. Jafnframt vill meirihluti Íslendinga að valdið verði áfram í höndum forsetans en fari svo að gerðar verði stjórnarskrárbreytingar og þjóðinni veitt synjunarvald telur meirihluti að valdið eigi að vera bæði hjá þjóð og forseta. Hægt er að nálgast skjal með niðurstöðunum í heild á Fésbókarsíðunni „Hlutverk forseta”Vettvangur til að ræða embættiðStefán Jón sagðist í samtali við Vísi hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón taldi þannig upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ sagði Stefán Jón.
Tengdar fréttir Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Forsetakosningar eru á næsta ári en enginn hefur enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. 13. október 2015 15:51 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Forsetakosningar eru á næsta ári en enginn hefur enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. 13. október 2015 15:51