Meirihluti vill synjunarvaldið áfram hjá forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 11:30 Stefán Jón Hafstein, sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, er enn þeirra sem hefur verið nefndur sem kandídat í forsetaframboð, og hann virðist heitur, volgur í það minnsta. Sjö- af hverjum tíu Íslendingum vilja hafa synjunarvald á lögum hjá forseta Íslands að óbreyttu og þá telur sama hlutfall landsmanna óskýrt hvenær og hvers vegna forseti beitir þessu sama valdi. Þetta eru meðal þeirra niðurstaðna sem Stefán Jón Hafstein kynnti í Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun en hann hefur á síðustu vikum staðið fyrir könnun á hug fólks til forsetaembættisins. Stefán stofnaði hóp á Facebook undir heitinu „Hlutverk forseta“ sem umræðuvettvang þar sem fólk geti velt fyrir sér hlutverki forseta Íslands á næsta kjörtímabili áður en forsetakosningarnar yrðu persónugerðar. Í hópnum eru nú rúmlega 330 Íslendingar og eru þeir lungann af þeim 700 sem svöruðu spurningum Stefáns um forsetaembættið. Hann segir nauðsynlegt að taka niðurstöðunum með þeim fyrirvara að svörin koma frá einstaklingum sem höfðu áhuga á að svara, en ekki slembiúrtaki Íslendinga.Sjá einnig: Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Svörin gefa til kynna að um 80 prósent aðspurðra telja embættið mjög eða fremur áhrifamikið, þrátt fyrir það hafi í raun fáum formlegum skyldum að gegna og hlutverk þess sé lítið skilgreint. Átta af hverjum tíu Íslendingum vilja einnig að forseti Íslands beiti synjunarvaldi sínu varlega. Jafnframt vill meirihluti Íslendinga að valdið verði áfram í höndum forsetans en fari svo að gerðar verði stjórnarskrárbreytingar og þjóðinni veitt synjunarvald telur meirihluti að valdið eigi að vera bæði hjá þjóð og forseta. Hægt er að nálgast skjal með niðurstöðunum í heild á Fésbókarsíðunni „Hlutverk forseta”Vettvangur til að ræða embættiðStefán Jón sagðist í samtali við Vísi hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón taldi þannig upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ sagði Stefán Jón. Tengdar fréttir Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Forsetakosningar eru á næsta ári en enginn hefur enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. 13. október 2015 15:51 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sjö- af hverjum tíu Íslendingum vilja hafa synjunarvald á lögum hjá forseta Íslands að óbreyttu og þá telur sama hlutfall landsmanna óskýrt hvenær og hvers vegna forseti beitir þessu sama valdi. Þetta eru meðal þeirra niðurstaðna sem Stefán Jón Hafstein kynnti í Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun en hann hefur á síðustu vikum staðið fyrir könnun á hug fólks til forsetaembættisins. Stefán stofnaði hóp á Facebook undir heitinu „Hlutverk forseta“ sem umræðuvettvang þar sem fólk geti velt fyrir sér hlutverki forseta Íslands á næsta kjörtímabili áður en forsetakosningarnar yrðu persónugerðar. Í hópnum eru nú rúmlega 330 Íslendingar og eru þeir lungann af þeim 700 sem svöruðu spurningum Stefáns um forsetaembættið. Hann segir nauðsynlegt að taka niðurstöðunum með þeim fyrirvara að svörin koma frá einstaklingum sem höfðu áhuga á að svara, en ekki slembiúrtaki Íslendinga.Sjá einnig: Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Svörin gefa til kynna að um 80 prósent aðspurðra telja embættið mjög eða fremur áhrifamikið, þrátt fyrir það hafi í raun fáum formlegum skyldum að gegna og hlutverk þess sé lítið skilgreint. Átta af hverjum tíu Íslendingum vilja einnig að forseti Íslands beiti synjunarvaldi sínu varlega. Jafnframt vill meirihluti Íslendinga að valdið verði áfram í höndum forsetans en fari svo að gerðar verði stjórnarskrárbreytingar og þjóðinni veitt synjunarvald telur meirihluti að valdið eigi að vera bæði hjá þjóð og forseta. Hægt er að nálgast skjal með niðurstöðunum í heild á Fésbókarsíðunni „Hlutverk forseta”Vettvangur til að ræða embættiðStefán Jón sagðist í samtali við Vísi hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón taldi þannig upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ sagði Stefán Jón.
Tengdar fréttir Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Forsetakosningar eru á næsta ári en enginn hefur enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. 13. október 2015 15:51 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Forsetakosningar eru á næsta ári en enginn hefur enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. 13. október 2015 15:51
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent